WHO er ekkert nema alþjóðlegt svindl sem á umsvifalaust að leggja niður

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, er alþjóðlegt gabb sem notað er til að stuðla að myndun heimsstjórnar.“ Þetta segir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á nýju kosningamyndbandi. Ef Trump verður forseti aftur, þá mun hann umsvifalaust rífa upp heimsfaraldurssáttmála WHO, sem hann segir ógna fullveldi þjóða. „Ég mun ekki leyfa, að lýðheilsan sé notuð sem fyrirsláttur til að stuðla að framgangi alheimsstjórnar.“

Trump segir á myndbandinu sem sjá má neðar á síðunni:

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er orðin að spilltu alþjóðasvindli sem Bandaríkin borga fyrir en Kína á og stjórnar. Þegar Kínaveiran kom til okkar fyrir þremur árum, þá sópaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin yfir spor kínverska kommúnistaflokksins – hvert einasta fótmál. Af þessum sökum var það mér mikill heiður að slíta sambandi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina.“

Kínverski kommúnistaflokkurinn stjórnar WHO

Áður en Bandaríkin yfirgáfu WHO, þá greiddu þeir stofnuninni 500 milljónir dollara á ári:

„Þetta er dæmigert fyrir Bandaríkin, vegna þess að maður veit ekki hvað í fjandanum verið er að gera. Því miður fór spillti Joe Biden á heimskulegan hátt aftur inn í Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og borgaði fullt verð án nokkurra samninga eða umbóta. Núna þrýstir Biden á að sniðganga öldungadeild Bandaríkjaþings til að skrifa undir heimsfaraldurssáttmála sem afhendir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni fullveldi Bandaríkjanna. Enn og aftur: þeim er stjórnað af Kína.“

Mun stofna nýtt þjóðabandalag og mynda nýja heilbrigðisstofnun

Samkvæmt Trump mun heimsfaraldurssáttmálinn m.a. leiða til „stórfelldrar ritskoðunar á tjáningarfrelsi í lýðheilsumálum – rétt eins og þeir ritskoðuðu sannleikann um Wuhan rannsóknarstofuna.“

„Í næstu ríkisstjórn Trumps verður sáttmálanum umsvifalaust sagt upp. Ég mun ekki leyfa, að lýðheilsan sé notuð sem fyrirsláttur til að stuðla að framgangi alheimsstjórnar. Það er það sem þeir eru gera. Glóbalistar. Bandaríkin munu draga sig út úr hinni spilltu stofnun WHO, sem á skilið að verða alfarið lögð niður og skipt út, vegna fullkominna mistaka þeirra með Covid, sem var stórslys.“

„Þá mun ég beita mér fyrir því að mynda nýtt þjóðabandalag sem leggja mun mikla áherslu á heilsuvernd samtímis sem áhersla er lögð á fullveldi og frelsi.“

Sjá má myndbandið hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa