Aðilar viðskiptalífsins segja vindorku öruggan taprekstur

Leif Östling fv. forstjóri Scania varar við fjárfestingum í vindorku (skjáskot YouTube).

Í umræðugrein í Sænska Dagblaðinu, SD, vara áberandi aðilar sænska viðskiptalífsins, til dæmis Leif Östling, fyrrverandi forstjóri Scania og formaður Skattabótanefndar, við fjárfestingum í vindorku.

Greinarhöfundar fjalla um kröfu átta prófessora sem fullyrtu áður í umræðugrein, að vindorka sé ódýrari en kjarnorka.

Til að sannreyna sannleiksgildi fullyrðingarinnar var fjárfestingarkostnaður kjarnorku borinn saman við kostnað við vindorku á hafinu miðað við unnin verkefni með sambærilegri raforkuframleiðslu.

Hægt var að sýna fram á með útreikningunum, að kjarnorka greiddi fjárfestinguna til baka á innan við tíu árum með tekjum af raforkusölunni. Slíkt tekur að minnsta kosti 120 ár fyrir vindorkuverin og þá er bent á, að vindmyllur hafa aðeins 15- 20 ára endingartíma.

„Að lokum bætist það við, að þegar hvessir, þá munu allar vindmyllur framleiða rafmagn sem leiðir til (offramboðs) og verðfalls. Þegar ekki blæs, þá hækkar raforkuverðið (vegna raforkuskorts), þegar myllurnar hreyfast ekki. Vindorkan er með öðrum orðum glataður taprekstur sem sífellt stækkar eftir því sem við byggjum fleiri vindorkuver. Útkoman er örugg: gjaldþrot.“

Ásamt Leif Östling voru einnig nöfn annarra þekktra aðila sænska viðskiptalífsins: Per-Olof Eriksson, fyrrverandi forstjóri Sandvik og fyrrverandi stjórnarformaður Sænska Orkunetsins, byggingarverkfræðingarnir Peter Mellberg og Karl-David Sundberg, og fyrrverandi forstjóri SKF Stáls.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa