Nató: Rússland engin bráð hernaðarógnun við bandamenn okkar

Rússland er engin bráð hernaðarógnun við Nató. Það sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri hernaðarbandalagsins, á þriðjudaginn. Yfirlýsing Stoltenbergs kemur í kjölfar yfirlýsinga Volodymyr Zelenskyi, forseta Úkraínu, um að Rússar ætli að rústa jafnvægi á Balkanskaga og ráðast inn í Eystrasaltslöndin.

Fyrstu daga vikunnar heimsótti Stoltenberg Vestur-Balkanskaga til að hitta ríkisstjórnarleiðtoga Serbíu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Albaníu, Svartfjallalands og Norður-Makedóníu. Markmiðið hefur verið að styrkja tengslin við löndin á svæðinu.

„Engin tafarlaus hernaðarógnun“

Á þriðjudag hélt Stoltenberg blaðamannafund í Skopje ásamt Dimitar Kovacevski, forsætisráðherra Norður-Makedóníu. Blaðamaður Alsat TV notaði þá tækifærið til að spyrja um yfirlýsingar Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu:

„Hvernig túlkar þú yfirlýsingu Zelenskíjs forseta Úkraínu í síðustu viku um að hann hafi upplýsingar um að Rússar ætli að skapa hernaðarlegan óstöðugleika á Balkanskaga? Hefur þú haft samband við Kænugarð varðandi þessar upplýsingar?“

Stoltenberg svaraði og endurtók skilaboðin:

„Við sjáum enga tafarlausa hernaðarógnun frá Rússum gegn neinum bandamönnum eða á svæði Nató. En auðvitað erum við vakandi, fylgjumst vel með því sem Rússland gerir og stöndum sameinuð. Segi það aftur: við sjáum enga tafarlausa hernaðarógnun við neinn bandamann Nató.“

Norður-Makedónía hefur verið aðili að Nató síðan 2019.

Zelensky: Rússland vill ráðast inn í fleiri lönd

Forseti Úkraínu hefur ítrekað sagt að Rússar hyggist ráðast á fleiri lönd en Úkraínu. Í síðasta mánuði hélt hann því fram að Rússar hygðust gera innrás í Eystrasaltsríkin, þ.e. Eistland, Lettland og Litháen. Þetta eru skýrar upplýsingar frá leyniþjónustunni okkar, sagði hann þá.

Á fimmtudaginn í síðustu viku fullyrti Zelensky að Rússar stæðu á bak við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael og að næsta skotmark væri Balkanskagi. Forseti Úkraínu sagði:

„Lítið á Balkanskaga. Trúið mér, við fáum upplýsingar: Rússland hefur langtímaáætlun. Mið-Austurlönd, síðan verður það Balkanskagi í það minnsta, ef lönd heimsins gera ekkert núna. Skotdrunurnar munu fljótt heyrast aftur.“

Breytt afstaða Nató

Yfirlýsingar Stoltenbergs á þriðjudag, þar sem hann neitaði því að Nató stafi hernaðarógnun af Rússlandi, virðast vera á skjön við stefnuskjal Nató sem lagt var fram á leiðtogafundi herbandalagsins í Madríd síðasta sumar (sjá pdf neðar á síðunni.) Hljóðið núna er allt annað. Þá var sagt:

„Rússneska sambandsríkið er mikilvægasta og nærtækasta ógnin við öryggi bandamanna okkar og við frið og stöðugleika á Evró-Atlantshafssvæðinu.“

Rússland allt í einu ekki lengur stærsta ógnin

Núna tæpu einu og hálfu ári síðar og eftir nokkurra mánaða dýrkeypta og misheppnaða gagnsókn Úkraínu, þá virðist rússneska ógnin hafa minnkað. Stoltenberg hefur einnig viðurkennt, að bæði friðarsamningur hafi legið á borðinu sem Nató vildi ekki samþykkja og að ástæða stríðsins væri af hálfu Pútíns sú, að hann vildi ekki að Úkraína gegni í Nató. Stoltenberg sagði á blaðamannafundinum:

„Ein af ástæðunum fyrir því að Pútín hóf stríð gegn Úkraínu var sú, að hann vildi ekki að Úkraína gengi í bandalagið. Hann vildi meira en það: Hann vildi að Nató lofaði að stækka Nató ekki frekar.“

Stoltenberg sagði einnig, að Nató færi stækkandi með fleiri aðildarríkjum, sem þýddi „stefnulegan ósigur“ fyrir Pútín.


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa