Flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland, Alternative für Deutschland, AfD, hefur byr í vænginn fyrir fylkiskosningarnar í Saxlandi, Brandenborg og Þýringalandi og er langsterkasti flokkurinn þar. Árangurinn fer mjög í taugar forseta sambandsþingsins, jafnaðarkonunnar Bärbel Bas. Hún fullyrðir að „lýðræðinu“ sé ógnað, af því að kjósendur yfirgefa gömlu flokkana í þágu AfD og annarra uppreisnarmanna.
Kratar virðast vera í keng á ýmsum stöðum í Evrópu um þessar mundir. Í Þýskalandi hafa sósíaldemókratar aðeins eins tölustafa fylgi í Saxlandi og Þýringalandi en Valkostur fyrir Þýskaland mælist langstærsti flokkurinn. Bärbel Bas krati, jafnaðarkona og forseti Sambandsþingsins er óhress með ástandið. Hún segir:
„Þegar litið er á núverandi skoðanakannanir, þá hef ég sérstakar áhyggjur af fylkiskosningunum í september 2024 í þremur austur-þýskum ríkjum … Það gæti í raun verið erfitt að mynda stöðugar ríkisstjórnir þar.“
„Popúlistar“ auka fylgið í mörgum löndum
Samkvæmt jafnaðarkonunni Bärbel Bas er það raunveruleg „ógn fyrir lýðræðið“ að kjósendur yfirgefi gömlu rótgrónu flokkana og að þriðjungur Austur-Þjóðverja hafi núna jákvæða afstöðu til Valkosts fyrir Þýskalands. Það er óvíst, hvort gömlu flokkarnir nái saman til að reyna að „stöðva“ Valkost fyrir Þýskaland. Bas segir:
„Það er mikil áskorun fyrir minnihlutastjórn, þegar það eru einungis framsýn brot á þinginu. Það verður enn erfiðara þegar það eru öfl sem eru alltaf að vinna gegn því – það er raunveruleg ógn við lýðræðið. Popúlistum fjölgar í mörgum löndum, sem veldur mér áhyggjum af lýðræði okkar í heildina tekið. Það eru einnig til öfl sem vilja algjörlega afnema lýðræðið okkar. Það ætti að öllum að vera ljóst.“
Höfðar til bandamanna
Að sögn forseta þingsins verða núna öll „lýðræðisöfl“ að gera allt sem þau geta til að vinna saman og mynda ríkisstjórn. Þannig verði hægt að koma í veg fyrir, að Valkostur fyrir Þýskaland nái neinum áhrifum. Nokkrir þessara flokka hafa áður krafist þess, að flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland verði bannaður með öllu.
Alveg eins og varðandi Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð, þá hafa sumir borgaralegir þýskir flokkar leitað til Valkosts fyrir Þýskaland að undanförnu. Í Thüringen tókst CDU og FDP að koma á skattalækkunum með stuðningi AfD. Einnig er búist við, að borgaralegu flokkarnir í Þýskalandi taki harðari afstöðu til fólksinnflutningsins til að koma í veg fyrir að kjósendur þeirra yfirgefi þá og kjósi AfD í staðinn.