Trump forseti hélt einn af vel sóttum fundum sínum í Durham, New Hampshire, á laugardaginn og flutti ræðu fyrir öflugan hóp áheyrenda. Hann gagnrýndi stjórn Biden harðlega fyrir spillingu og vanhæfni. Margir áheyrendur héldu á spjöldum með kjörorðunum: „Lifum frjáls eða deyjum.“
Newsmax greinir frá: Donald Trump, fyrrverandi forseti, sagði Joe Biden forseta sleppa lausum taumi „helvítis“ yfir Bandaríkin og fagnaði því „hversu miklu máli það skiptir hver er forseti forseti; það munar svo sannarlega.“ Trump sagði:
„Joe Biden er einstaklingur með lága greindarvísitölu. Hann er sannarlega versti, óhæfasti og spilltasti forseti í sögu lands okkar. En með atkvæði ykkar í þessum kosningum, munum við bjarga Bandaríkjunum saman og við ætlum að taka landið okkar til baka úr víti. Það er í helvíti. Í helvíti. Ekki neitt hefur batnað undir skakka Joe Biden.“
„Landamærum okkar hefur verið eytt. Við höfum engin landamæri lengur. Heimurinn fer í bál og brand á meðan þið þjáist af afleiðingumverðbólgunnar og kaupmátturinn fer niður í stig sem hefur aldrei sést áður.“
„Síðan Joe Biden tók við höfum við haft þriggja ára verðbólgu yfir 20%. Undir minni stjórn var verðbólga engin. Við fengum bensín á $1,87 gallonið.“
„Næsta efnahagsuppsveifla mun hefjast um leið og heimurinn veit að skakki Joe Biden er farinn og Donald J. Trump hefur unnið fjögur ár í viðbót sem forseti Bandaríkjanna.“
Hér að neðan eru myndskeið frá fjöldanum fyrir fundinn og svo langt myndskeið af öllum atburðinum:
Hér að neðan er yfir 5 tíma myndskeið um fjöldafund Trumps í New Hampshire með viðtölum og frásögnum. Ræða Trumps byrjar á 3:43.00: