Árásin á Nord Stream gasleiðslurnar gæti orðið dýr fyrir Danmörku og Svíþjóð

Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar óttast að Svíþjóð og Danmörk fái loftslagssektir vegna gasleka eftir árásina á Nord Stream (skjáskot SVT).

Sprengingarnar í gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2 leiddu til mikils gasleka – að mestum hluta metan, sem gæti endað á losunarreikningi Danmörku og Svíþjóðar. Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar, segir að það væri „mjög óheppilegt“ ef Svíum yrði gert að greiða sektir fyrir gasið.

Gasið lak að hluta til í efnahagslögsögu Svíþjóðar og verður því tekið með í skýrslu Svía um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda til ESB og SÞ, segir í fréttatilkynningu sænsku Umhverfisstofnunarinnar. Þar segir:

„Endanlegar tölur sem sænska umhverfisverndarstofnunin gefur út þann 14. desember verður því umtalsvert hærri þegar gaslekinn frá Nord Stream er tekinn með.“

Samtals eru þetta 5,8 milljónir tonna til viðbótar af koltvísýringsígildum. Til stendur að bæta tölunni við bráðabirgðatölur um losun Svía árið 2022, sem nam 45,2 milljónum tonna.

Gaslekinn í Eystrasalti frá Nord Stream myndaður úr flugvél sænsku landhelgisgæslunnar. Mynd: Landhelgisgæslan

Romina Pourmokhtari loftslags- og umhverfisráðherra Svía segir í skriflegri yfirlýsingu:

„Það væri mjög óheppilegt ef það leiðir til þess, að Svíþjóð þurfi að greiða sektir til ESB.“

Svíar og Danir verða að hafa samband við framkvæmdastjórn ESB til að finna lausn. Pourmokhtari segir:

„Mín afstaða er sú, að þegar skemmdarverk hefur verið unnið á gasleiðslu annars lands, þá er það áhyggjuefni ef gert er ráð fyrir að Svíþjóð greiði reikninginn og að losunin verði skráð á okkur.“


Gaslekinn í Eystrasalti

Fjórir lekar fundust á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum, sem liggja frá Rússlandi til Þýskalands á botni Eystrasalts, 26. og 27. september 2022.

  • Tveir lekanna voru á sænsku efnahagslögsögunni, norðaustur af Bornholm, og tveir í dönsku efnahagslögsögunni, suðaustur af Bornholm. Efnahagslögsaga ríkja er önnur en landhelgi ríkjanna.
  • Bæði danskar og sænskar jarðskjálftamælingar sýndu að sprengingar urðu í sjó nokkrum klukkustundum áður en lekinn fannst.
  • Yfirvöld og matsmenn í nokkrum löndum hölluðust snemma að því að um vísvitandi árásir væri að ræða. Þann 18. nóvember í fyrra staðfesti sænski saksóknarinn að leiðslurnar hefðu orðið fyrir alvarlegum skemmdarverkum.

Mikið hefur verið rætt um, hverjir sprengdu gasleiðslurnar. Bandaríski rannsóknarblaðamaðurinn Seymur Hersh telur, að Bandaríkin með aðstoð Noregs hafi staðið að árásinni og henni hafi ekki síður verið beint gegn Þýskalandi en Rússlandi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa