Bændur gera uppreisn á Spáni – lokuðu Barcelóna

Hin miklu bændamótmæli gegn grænum reglum ESB hafa breiðst út um alla Evrópu. Núna er röðin komin að Spáni, þar sem bændur hafa lokað einni af stærstu borg landsins Barcelóna.

Reuters greinir frá því, að spænskir bændur hafa undanfarna daga efnt til mótmæla víða um land. Aðgangur að þjóðvegum hefur verið lokað eins og í öðrum löndum t.d. Þýskalandi og Frakklandi. Í Katalóníu héraði í austurhluta Spánar hafa bændurnir sótt að einni stærstu borginni, Barcelóna. Á miðvikudaginn fylltu hundruð dráttarvéla götur borgarinnar og lokuðu fyrir umferð sem minnir á aðdraganda umfangsmikillar stöðvunar sem franskir bændurnir gerðu í París.

Bændur lokuðu höfninni og mótmæli innflutningi á matvælum á undirverði sem spænskir bændur neyðast til að keppa við. Brenndu bændurnir bíldekk og voru með setumótmæli á innkeyrsluleiðum til hafnarinnar.

Ósanngjörn skilyrði fyrir bændur

Líkt og í öðrum löndum þar sem bændamótmæli hafa átt sér stað, beinast mótmælin á Spáni gegn reglum sem ESB hefur sett þeim. Er athyglinni beint að mörgum umhverfis- og loftslagskröfum ESB sem þýða hærri framleiðslukostnað fyrir landbúnaðinn. Samtímis eru flutt inn matvæli frá löndum sem ekki gera slíkar kröfur og geta því selt afurðir á lægra verði. 22 ára bóndi, Joan Mata, sem var á leiðinni til Barcelóna, ​​sagði í viðtali við Reuters:

„Verðið á vörunum er alltaf ákveðið af kaupsýslumanninum sem kaupir þær og þeir geta keypt inn vörur frá öðrum löndum sem fylgja ekki sömu framleiðslukröfum og við eigum að gera.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa