Bandaríkin eyðulögðu friðarsamning Úkraínu

Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, opinberar núna, að Hvíta húsið hafi ekki „leyft“ Volodymyr Zelenskí að fallast á þær málamiðlanir sem Rússar kröfðust til að hætta hernaðarsókninni strax í mars 2022. Friðarviðræðurnar urðu því að mestu leikrit, að sögn Schröder en hann var sjálfur með í viðræðunum.

Berliner Zeitung birti á föstudag viðtal við Schröder, þar sem hann sagðist hafa verið beðinn um að aðstoða við að miðla friðarviðræðum úkraínskra og rússneskra embættismanna í Istanbúl í mars 2022. Schröder sagði að á meðan fulltrúar Volodymyr Zelenskyi Úkraínuforseta væru opnir fyrir því að gefa eftir í lykilmálum eins og að hætta við að ganga í Nató, þá

„Samþykktu Úkraínumenn ekki frið, vegna þess að þeim var ekki leyft það. Þeir urðu fyrst að spyrja Bandaríkjamenn um allt sem þeir ræddu.

Allt var ákveðið í Washington

Rússneskir embættismenn hafa ítrekað haldið því fram, að Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafi þrýst á ríkisstjórn Zelenskí að neita að samþykkja friðarsamkomulag. Schröder staðfesti þá fullyrðingu í meginatriðum í viðtalinu við Berliner Zeitung:

„Mín tilfinning var, að ekkert gat gerst vegna þess að allt var ákveðið í Washington.“

Ringulreið á Bandaríkjaþingi

Fyrrverandi kanslari lýsti stefnu Washington sem misheppnaðri og sagði að hún leiddi til nánari tengsla á milli Rússlands og Kína. Schröder sagði:

„Bandaríkjamenn halda, að þeir geti haldið Rússum niðri. En nú er það svo að það eru tveir þátttakendur, Kína og Rússland, sem mæta andspyrnu frá Bandaríkjunum og þeir taka höndum saman. Bandaríkjamenn telja sig vera nógu sterka til að halda báðum aðilum í skefjum. Að mínu hógværa mati eru það mistök. Sjáið bara hvað bandaríska hliðin er slitin núna. Sjáið ringulreiðina á þinginu.“

Enginn vill ræða málin

Bandamönnum Washington í Vestur-Evrópu „mistókst“ að grípa tækifærið til að knýja á um frið í mars 2022 að sögn Schröder. Á þeim tíma var Volodymyr Zelenskí opinn fyrir málamiðlunum um Krím og aðskilnað Donbass-svæðisins. Síðan þá hafa hundruð þúsunda hermanna verið drepnir, vegna þess að átökin hafa verið framlengt með hernaðaraðstoð vestrænna ríkja. Pútín gerði áður ráð fyrr í þessum mánuði, að úkraínska hliðin hefði misst yfir 90.000 hermenn í hinni misheppnuðu gagnsókn sem hófst í júní. Rússar segja hins vegar lítið um eigin tap. Schröder segir:

„Vopnaafhendingar eru ekki varanleg lausn en enginn vill ræða málið. Allir eru lokaðir í skotgröfunum. En hversu margir fleiri þurfa að deyja? Þetta er svolítið eins og í Miðausturlöndum. Hver eru fórnarlömbin beggja megin? Vesalings fólkið sem missir börnin sín.“

Schröder telur, að einungis Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari geti endurvakið friðarviðræðurnar í Austur-Evrópu:

„Scholz og Macron ættu í raun að styðja friðarferli í Úkraínu, þar sem málið varðar ekki aðeins Bandaríkin heldur umfram allt Evrópu. Hvers vegna skilyrtu Scholz og Macron ekki vopnasendingarnar með tilboði um að ræða saman? Macron og Scholz eru þeir einu sem geta talað við Pútín.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa