Bandaríkin munu hafa aðgang að allt að 15 herstöðvum og æfingasvæðum í Nató-ríkinu Finnlandi segir Sænska Yle. Samningurinn er svipaður þeim sem Svíar gerðu við Bandaríkin.
Sænska ríkisstjórnin sem studd er af Svíþjóðardemókrötum hefur áður skrifað undir varnarsamning við Bandaríkin, sem veitir bandaríska hernum óhindraðan aðgang að 17 sænskum herstöðvum. Núna fylgir Finnland í kjölfarið.
„Fínt að fá stærsta her heims til að verja okkur“
Samningur Finnlands við Bandaríkin veitir Bandaríkjunum aðgang að 15 herstöðvum í landinu. Þetta þýðir að Finnland mun „hýsa bandaríska hermenn“ eins og Svíþjóð skrifar TT.
Samkvæmt Reuters fá Bandaríkin „ótakmarkaðan aðgang“ að finnsku herstöðvunum og munu einnig geta geymt hergögn og skotfæri á staðnum. Samningurinn felur meðal annars í sér fjórar flugherstöðvar, herskipahöfn og aðgang að járnbrautum til norðurhluta Finnlands. Þar fá Bandaríkin meðal annars geymsluaðstöðu við járnbraut sem fer að rússnesku landamærunum.
Reuters bendir á , að Bandaríkjaher fær „breiðan aðgang um allt norræna ríkið.“ Með samningnum geta Bandaríkin því stundað reglulegar æfingar í Finnlandi og eiga möguleika á að hafa fasta viðveru í landinu, skrifar fréttastofan. Finnski varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen segir samkvæmt Sænska Yle:
„Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að fá stærsta her heimsins hingað til að verja okkur.“
Stækkun járnbrautakerfisins bæði í Finnlandi og Svíþjóð
Finnland vinnur að því eins og Svíar gera að uppfæra járnbrautarnetið, þannig að hægt verði að flytja hermenn og herbúnað fljótt frá Atlantshafsströnd Nató í Noregi. SR Ekot skrifar, að sænski herinn bæti járnbrautakerfi Svíþjóðar í tengslum við aðildarumsóknina að Nató, vegna þess að járnbrautirnar „munu gegna lykilhlutverki fyrir herflutninga.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir:
„Við áttum hin vingjarnlegustu og ljúfustu samskipti við Finnland. Það var ekkert mál. En það verður það núna, því núna munum við endurskapa Leníngrad-hersvæðið og sameina ákveðnar hersveitir þar.“
Skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum
„Helv…djö….?!! Eru þetta falsfréttir? Lofuðu þeir því ekki að banna erlendrar herstöðvar sem skilyrði fyrir inngöngunni í Nató? Finnland hefur formlega tapað. Við Svíar erum við það að láta draga okkur niður í dýpstu gryfjur helvítis með þeim.“