Sama hvernig litið er á það, 2023 var EKKI gott ár fyrir Frakkland. Söguleg mótmæli gegn harðstjórnarbreytingu á lífeyriskerfinu, útbreiddar kynþáttaóeirðir, óheftur fólksinnflutningur, stríð erlendis, franski nýlenduherinn rekinn út úr Afríku – að ekki sé minnst á lúsafaraldurinn sem plagar París tíu mánuðum áður en sumar Ólympíuleikarnir hefjast.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti reyndi að stappa stálinu í landsmenn í upphafi hins mikilvæga nýja árs fyrir franska lýðveldið.
Ár staðfestu, möguleika og vonar
Hann talaði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á gamlárskvöld. Þá voru 90.000 lögreglumenn og 5.000 hermenn sendir á vettvang til að tryggja öryggi landsmanna og takast á við „mjög mikla“ hryðjuverkaógn. Reuters greinir frá:
Emmanuel Macron forseti hét því á sunnudaginn, að árið 2024 verði ár franska stoltsins og vonarinnar, sem markast af Ólympíuleikunum í París 2024 ásamt enduropnun Notre Dame dómkirkjunnar eftir háskalegan bruna árið 2019.
Macron sagði:
„Að vera gestgjafi Ólympíuleika og Ólympíuleika fatlaðra gerist aðeins einu sinni á öld. Að endurbyggja dómkirkju gerist aðeins einu sinni á þúsund árum. Árið 2024 verður ár staðfestu, möguleika, bata, stolts. Í raun ár vonarinnar.“
90 þúsund lögreglumenn og 5 þúsund hermenn gátu ekki komið í veg fyrir skemmdarverk
Það verður erfitt að hressa upp á frönsku þjóðina. Það tókst þó að forðast hryðjuverkaógninga, því yfir 800.000 manns fóru á breiðgötu Champs Elysees til að fagna nýju ári í risastórri veislu með Ólympíuleikana sem þema. Varðandi öryggið þá virkuðu hlutirnir ekki eins vel. Það er áhyggjuefni að útbreiðsla skemmdarverka er að verða algerlega eðlileg. Innanríkisráðherrann gekk svo langt að fagna því, að „kveikt hefði verið í færri bílum en venjulega“ á gamlársdag í Frakklandi.
„Þær 380 handtökur sem gerðar voru á landsvísu á einni nóttu voru 10% fækkun miðað við árið áður“ að sögn Gerald Darmanin sem vitnaði í bráðabirgðatölur snemma morguns. Yfirvöld töldu 745 íkveikjur ökutækja sem einnig voru 10% færri árið áður. Um 40 lögreglumenn slösuðust lítillega sem er 40% minnkun frá fyrra ári að sögn innanríkisráðherrans.
Að rúmlega 700 farartæki séu eyðilögð á einni nóttu eru EKKI sá siður sem venjulega er liðinn. En stórslysastjórn Macrons telur að svo sé. Þrátt fyrir að 90.000 lögreglumenn og 5.000 hermenn væru á vettvangi var samt ekki hægt að komast hjá þessu ástandi.