Þýskir bændur í uppreisn gegn árásum glóbalismans – mótmæli boðuð 8. janúar

Eftir gríðarmikil mótmæli í Þýskalandi í desember með þátttöku þúsunda þýskra bænda eru ný mótmæli fyrirhuguð 8. janúar. Skipuleggjandi mótmælanna segir þau munu verða stærri en landið hafi nokkru sinni séð áður.

Þýska ríkisstjórnin ætlar að hrinda í framkvæmd niðurskurði á landbúnaðinum og spara 900 milljónir evra (sem jafngildir 136 milljörðum íslenskra króna) á ári til að byrja með. Ríkisstjórnin afnemur m.a. dísilstyrki og ákveðnar skattaívilnanir til bænda, sem þeir hafa haft fram að þessu. Fyrirhugaður niðurskurður bitnar á bændum sem þegar eru aðþrengdir fyrir og leiddi til þess að þúsundir þeirra fóru á dráttarvélum m.a. til Berlín í mótmælaskyni. Þá sagði Joachim Rukwied, formaður þýsku samtakanna að árás ríkisstjórnarinnar á landbúnaðinn væri sama og stríðsyfirlýsing. „Við munum taka slaginn“ sagði Rukwied.

Mótmæli boðuð 8. janúar

Hollenski lagaheimspekingurinn og álitsgjafinn Eva Vlaardingerbroek skrifar um málið á X (sjá að neðan):

„Ég mun ferðast til Berlínar í næstu viku þar sem þýsku bændurnir hafa tilkynnt að þeir muni vera með stærri mótmæli en landið hefur nokkru sinni séð áður mánudaginn 8. janúar. Fjölmörg bændasamtök, verkalýðsfélag lestarstjórar og vöruflutningaiðnaðurinn hafa tilkynnt, að þau muni beita sér gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að afnema styrki fyrir dísilolíu, skera niður undanþágur ökutækjaskatta og hækka kolefnisskatta og tolla á vörubílum. Óteljandi áskoranir ákall á samfélagsmiðlum kalla eftir allsherjarverkfalli gegn þýsku ríkisstjórninni með kröfu um að hún segi af sér.“

„Takið mark á orðum mínum: Það er enginn vafi á því að ef allar þessar stéttir standa sig og láta ekki undan ógnvekjandi aðgerðum yfirvalda, þá munu þær algjörlega lama landið með kröfum um breytingar. Það væri ekki aðeins tímamót fyrir Þýskaland, heldur einnig fyrir alla aðra í Evrópu. #nofarmersnofood #Bauernmótmæli.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa