Hugveita Tony Blairs fjármögnuð af einræðisríkjum

Glóbalistinn Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, græðir peninga á því að vera ráðgjafi stjórnvalda í trúarlegum einræðisríkjum. Stofnun hans fyrir breytingar í heiminum „Blair’s Institute for Global Change“ hefur meðal annars gert samninga við einræðisstjórn Barein og boðið Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu ráðgjöf.

Sú staðreynd, að hugveitan er í samstarfi við stjórnir sem virða ekki mannréttindi hefur þegar leitt til harðrar gagnrýni. The Telegraph upplýsir að slíkt samstarf minnkar ekki, þvert á móti þá stóraukast tekjur frá einræðisríkjum.

Sýn 2030 og Cop28

Í Barein starfar Blair-stofnunin með ráðgjöf um „nútímavæðingu“ sem er svipað starfi stofnunarinnar í Sádi-Arabíu. Í Sádi-Arabíu vinnur Blair að „Sýn 2030″ til eflingar ferðaþjónustu og að gera hagkerfið minna háð olíu. Í Barein ráða súnni-múslímar ríkjum með langa sögu aðskilnaðarstefnu gegn sía-múslímum sem eru í meirihluta 1,4 milljóna íbúa landsins. Stjórnvöld hafa fangelsað þúsundir manna frá árinu 2011 en þá var gerð uppreisn gegn stjórninni. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir og fjöldaréttarhöld haldin yfir uppreisnarmönnum.

Hugveita Blairs hefur einnig boðið Sameinuðu arabísku furstadæmunum bæði greidda og ókeypis ráðgjöf. Meðal annars aðstoð við Cop28 loftslagsráðstefnuna sem var haldin í Dubai til að knýja fram „þýðingarmiklar breytingar.“

Blaðamaður myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu

Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem samanstanda af sjö furstadæmum undir stjórn sjeikanna, hafa lengi fengið á sig harða gagnrýni vegna skorts á mannréttindum. Landið hefur verið ásakað um að einræðistilburði gagnvart andófsmönnum og aðgerðarsinnum. Hefur það m.a. komið fram í notkun hins alræmda njósnahugbúnaðar „Pegasus“ sem framleiddur er af ísraelska NSO Group. Blair byrjaði að vinna með stjórnvöldum í Sádi-Arabíu ár 2018. Samstarfið hélt áfram eftir að blaðamaðurinn Jamajl Khashoggi var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl samkvæmt fyrirmælum krónprinsins Mohammeds bin Salman að sögn.

Vilja efla samstarf við einræðisríki

Tony Blair er engan veginn eini Bretinn sem á ekki í neinum vandræðum með að vinna með alræðisríkjum sem hunsa mannréttindi. Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra Bretlands, vill efla samstarf við Sádi-Arabíu og laða fjárfesta frá hinu olíuríka Persaflóasvæði til Bretlands.

Talsmaður hugveitu Tony Blairs staðfestir, að unnið sé í samstarfi við Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabíu. Að sögn talsmannsins hefur stofnun Blair „skuldbundið sig til að aðstoða lönd sem eru viðkvæm fyrir neikvæðum loftslagsáhrifum.“ Meðferð stjórnarhersins á andófsmönnum og pólitískum andstæðingum vill talsmaðurinn hins vegar ekki tjá sig um.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa