Biden gerir allt til að stöðva lög um kosningaöryggi í Bandaríkjunum

Lög um kosningaöryggi, svo kölluð „SAVE“-lög – sem krefjast sönnunar á ríkisfangi til að geta kosið í alríkiskosningum voru samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær með 221 já og 198 nei. Flestir demókratar greiddu atkvæði gegn lögunum, þar sem þeir krefjast að ólöglegir innflytjendur séu kjörgengir til jafns við bandaríska ríkisborgara. Slík afstaða er ekkert annað en kjaftshögg gegn lýðræðinu og sýnir hið rétta andlit demókrata sem þvinga lögleysu og glæpamennsku á heiðarlega landsmenn.

Undir forsetatíð Joe Biden hafa á milli 10 – 15 milljónir ólöglegra innflytjenda flætt yfir Bandaríkin og sjást þess víða merki vegna húsnæðiseklu, eiturlyfjaneyslu og atvinnuleysis. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu á mánudag og fordæmdi frumvarp repúblikana í fulltrúadeildinni þar sem krafist er sönnunar á ríkisfangi, til að geta kosið í alríkiskosningum.

Frumvarpið breytir lögum um kjörskráningu kjósenda frá 1993 þar sem einungis ríkin geta krafist sönnunar á ríkisfangi til að geta kosið í sveitarstjórnar- og fylkiskosningum.

Katherine Clark, demókrati hvatti demókrata í fulltrúadeildinni til að kjósa gegn frumvarpinu. Hún hefur m.a. breitt út þau ósannindi, að nýju lögin „meinuðu Bandaríkjamönnum að nota ökuskírteinið til að auðkenna sig á kjörstað og að vegabréf væri „eina leiðin til að auðkenna sig.“ Frumvarpið gerði grein fyrir fimm ásættanlegum auðkenningum til að sanna ríkisborgararéttinn.

Búist er við að öldungadeildin hafni frumvarpinu og/eða að Joe Biden noti neitunarvald til að tryggja að ólöglegir innflytjendur hafi sömu réttindi og bandarískir ríkisborgarar.

Yfirlýsing Hvíta hússins

Í yfirlýsingu Hvíta hússins segir:

„Stjórnvöld mótmæla harðlega H.R. 8281, lögum um vernd bandarískra kjósenda. Það er nú þegar ólöglegt fyrir erlenda ríkisborgara að kjósa í alríkiskosningum – það er alríkisglæpur sem refsað er með fangelsi og sektum. Meintur rökstuðningur með frumvarpinu byggir á lygi sem auðvelt er að afsanna. Að villa heimild á ríkisborgararétti eða greiða atkvæði ólöglega í kosningum er refsivert með brottvísun frá Bandaríkjunum og varanlegu inngöngubanni. Ríkin hafa nú þegar skilvirkar öryggisráðstafanir til að staðfesta einstaklinga á og viðhalda nákvæmri kjörskrá.“

„Þetta frumvarp gerir ekkert til að standa vörð um kosningar okkar og gerir það mun erfiðara fyrir alla atkvæðisbæra Bandaríkjamenn að kjósa og eykur hættuna á, að kjörgengir kjósendur falla af kjörskrá. Sannanir eru skýrar um að núverandi lög koma í veg fyrir atkvæði annarra en þeirra sem eru ríkisborgarar. Lögin virka eins og til er ætlast. – Það er afskaplega sjaldgæft, að þeir sem ekki eru ríkisborgarar brjóti lög með því að kjósa í alríkiskosningum.“

„Forsetinn hefur verið skýr: hann mun halda áfram að berjast fyrir því að vernda heilagan rétt Bandaríkjamanna til að kjósa í frjálsum, sanngjörnum og öruggum kosningum.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa