Svo þetta venjulega: Skotárásir, manndráp og sprengjuleit á járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi…

Fréttaritari hefur enga möguleika til að fylgjast með og segja fréttir af öllum manndrápum, skotárásum, nauðgunum, ránum og öðrum hversdagslegum atriðum í lífi Svía. Það sem samsæriskenningarmiðillinn DV kallar „tölvuleik“ í Svíþjóð og fréttaprinsinn á krækiberinu, Bogi Ágústsson, vill fá yfirlýsingu um að ekki sé verið að ofsækja Rúv með slíkum fréttaflutningi. En ekkert lát er á slíkum fréttum þrátt fyrir móðgun hrokagikkanna á Íslandi. Hér koma örfréttir:

Í gær var einn 16 ár unglingur drepinn í Bagarmossen í suðurhluta Stokkhólms. Er það önnur skotárásin í Bagarmossen á innan við viku. Enginn hefur verið handtekinn vegna drápsins. Sögur ganga um að pilturinn hafi verið drepinn í mistökum fyrir annan en lögreglan segir ekkert að svo komnu máli vegna rannsóknar málsins.

Strax eftir miðnætti í nótt var svo annar maður skotinn og lífshættulega særður í Åkersberga norðaustur af Stokkhólmi. Ekki er vitað um líðan hans. Lögreglan handtók einn mann sem er grunaður um tilraun til manndráps.

Járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi lokað tímabundið í kvöld vegna sprengjuleitar

Svo var járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi lokað tímabundið vegna hættulegs hlutar er fannst og tilkynnt var um til lögreglunnar korter í sex í háannatíma eftir vinnu. Sprengjudeild lögreglunnar leitaði og flutti hlutinn á brott. Nadya Norton blaðafulltrúi Stokkhólmslögreglunnar segir við SVT, að sprengjudeildin rannsaki núna hvort um sprengju hafi verið að ræða eða ekki. Stöðin var aftur opnuð fyrir umferð um sjöleytið. Lestir gátu ekki notað öll sporin og hafði það áhrif á ferðir sem lömuðust um tíma.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa