Biden-stjórnin í Bandaríkjunum reynir „örvæntingarfull“ að fá peninga til Úkraínu. Þetta segir John Kirby hjá Hvíta húsinu í viðtali við George Stephanopoulos, fréttamann ABC News (sjá að neðan).
Repúblikanar eru að reyna að knýja fram umfangsmiklar breytingar á innflytjendamálum Bandaríkjanna, að sögn ABC.
Þeir vilja tryggja landamærin í suðri en þar streymir fólk alls staðar að úr heiminum inn í Bandaríkin. Repúblikanar neita að samþykkja stóran hjálparpakka til Ísraels og Úkraínu nema að ríkisstjórnin breyti afstöðunni varðandi suðurlandamærin. Án verulegrar landamæralöggjafar munu repúblikanar ekki samþykkja meira hjálparfé til Úkraínu.
Þegar ABC spyr John Kirby, talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, hvort Joe Biden forseti muni samþykkja tillöguna, svarar hann:
„Ég vil ræða ákvörðun forsetans fyrir fram. Í viðbótarbeiðni okkar eru peningar fyrir Úkraínu, sem við þurfum sárlega á að halda, það eru peningar fyrir Ísrael og það eru líka peningar fyrir landamæraöryggi.“