Bill Clinton kallaður „Doe 36“ í dómsskjölum um Epstein

Bill Clinton, fyrrverandi forseti, er nefndur í fleiri réttarskjölum um Jeffrey Epstein sem verða birt eftir nokkra daga. Bill Clinton var góður vinur Epstein og ferðaðist með einkaþotu hans „Lolita Express“ oftar en tuttugu sinnum og samkvæmt flugskrám voru unglingar undir lögaldri oft í fluginu með Clinton.

Nýlega var greint frá því, að það myndi koma á óvart á nýju ári, þegar tugir háttsettra vina Jeffreys Epstein kunna að verða nafngreindir í dómsskjölum sem birtast á fyrstu dögum ársins 2024. Alan Dershowitz, lagaprófessor í Harvard, sem áður kallaði eftir því að allt efni sem tengist honum yrði gert opinbert, var eini maðurinn sem var auðkenndur með nafni áður en frétt ABC barst með nafni Bill Clinton.

Samið um nafnleynd

Dómarinn Loretta Preska gaf lögfræðingum ónafngreindra viðskiptavina Epstein tíma til að sannfæra dómstólinn um að halda nöfnum þeirra leyndum. Það er því óljóst, hvort almenningur muni nokkurn tíma sjá allan listann með nöfnum viðskiptavina barnaníðshringsins sem Epstein er sagður hafa stjórnað. ABC News greindi frá:

„Mörg hundruð innsigluð réttargögn sem varða látna kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein verða birtar opinberlega í þessari viku og búist er við að nokkur áberandi nöfn – þar á meðal Andrew Bretaprins og Bill Clinton fyrrverandi forseta – komi fram í skjölunum.“

Bill Clinton kallaður „Doe 36″

ABC News segir, að Bill Clinton fyrrum forseti, sé auðkenndur sem „Doe 36“ og kemur fyrir í meira en fimmtíu réttargögnum. Vitni sagðist hafa séð Bill Clinton og „tvær ungar stúlkur“ á barnaníðingaeyju Epstein í Karíbahafinu. Talsmaður Clinton neitar þessum fullyrðingum.

Bill Clinton með Ghislaine Maxwell


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa