Erítreumenn slógust innbyrðis og réðust á lögreglu með kylfum og bareflum í London

Ringulreið braust út í London fyrir gamlársdag, þegar mótmæli fóru úr böndunum. Hópur innflytjenda frá Eritreu með og á móti stjórninni í Eritreu vopnuðust kylfum og börðu hvern annan og lögregluna í leiðinni.

Lundúnabúar lýstu „átakanlegum senum“ á laugardaginn í Burgess Park í Camberwell í suðurhluta London. Hópur manna frá Eritreu létu sér ekki fundafrelsið nægja og hófu innbyrðis barsmíðar vopnaðir kylfum, spjótum og öðrum bareflum. Lögreglan kom skjótt á vettvang og reyndi að stilla til friðar en þá réðust mótmælendurnir á lögregluna í staðinn eins og sjá má á myndskeiðum hér að neðan:

Kalla þurfti óeirðalögreglu á vettvang og lokað var fyrir umferð á svæðinu þar til lögreglan náði að stöðva óeirðirnar og handtaka verstu óeirðaseggina. Ofbeldið segir lögreglan eiga uppruna sinn í „mótsetningum í borgaralegu samfélagi Erítreu í London.“ Svipað og í Svíþjóð, Danmörku og fleiri stöðum er ættbálkastríð á milli stjórnarhollra og stjórnargagnrýninna Erítreubúa.

Leo Kearse skrifar á X:

„Múgur af erítreskum og eþíópískum karlmönnum berst hver við annan (og lögregluna) í London. Guði sé lof að við höfum opin landamæri, annars hefðu þessir fátæku menn þurft að berjast á Sómalíuskaganum í Afríku!“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa