Vesturlönd verða að halda áfram að styðja stríðið gegn Rússlandi. Þetta segir Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, í nýársviðtali við dagblaðið The Economist. „Þið hjálpið ykkur sjálfum með því að láta okkur fá peninga og vopn“ segir hann.
Undanfarnar vikur hafa rússneskar hersveitir sótt fram á mörgum stöðum á vígstöðvunum í Úkraínu. Rússar hafa meðal annars endurheimt hluta af landsvæðinu við Robotaj sem úkraínskir hermenn börðust mánuðum saman til að vinna í gagnsókn sumarsins samkvæmt gögnum frá „Institute for the Study of War, ISW“ sem er gangastofnun í Washington og dreifir áróðri um hersigra Úkraínu.
Úkraínumenn eru að berjast „fyrir heiminn“
En stjórnvöld í Kænugarði hafa, þrátt fyrir áföllin, ekki áhuga á að semja við óvininn. Þetta segir Volodymyr Zelenskí í nýársviðtali við The Economist. Hann vísar til Rússlands og segir:
„Ég sé bara verk hryðjuverkaríkis.“
Þess í staðinn trúir Zelenskyj á áframhaldandi stuðning frá Vesturlöndum til þess að halda stríðinu gangandi gegn nágrannaríkinu í austri. Hann telur að átökin snúist um meira en bara Úkraínu:
„Talið ekki um að styðja Úkraínu, þið eruð að styðja ykkur sjálf! Með því að gefa okkur peninga og vopn styðjið þið ykkur sjálf! Úkraínumenn eru að berjast fyrir heiminn. Það er það sem heimurinn þarf að einbeita sér að og viðurkenna.“
Þýsk-sænsk eldflaug „Taurus“
Næsta vopn sem Úkraína vonast til að muni bjarga þeim heitir Taurus (Nautið) og er þýsk-sænsk sprengjuflaug. Rússar hafa áður varað við því, að verksmiðjurnar sem framleiða þessa tegund eldflauga verði álitin lögmæt skotmörk verði slík vopn send til Úkraínu. Úkraína hefur beðið um Taurus síðan í maí á síðasta ári og Úkraínuforseti útskýrir í viðtalinu við The Economist, hvers vegna hann vill fá þessi tilteknu flugskeyti.
Vonast er til að eldflaugin, sem var þróuð í samstarfsverkefni þýska MBDA Deutschland GmbH og sænska Saab Dynamics AB, muni skila meiri árangri við að slá út Krímbrúna en þau vopn sem hafa áður verið reynd. Zelenskí segir:
„Rússar verða að læra að skilja það, að brúin er hernaðarlegt skotmark fyrir okkur.“
Úkraína hefur nokkrum sinnum áður reynt að eyðileggja brúna, sem tengir Krímskaga við rússneska meginlandið en brúin stendur enn. Þýskaland hefur hingað til neitað að senda Taurus til Úkraínu, ekki síst af ótta við hvernig þau nýtist Úkraínu. Fyrri árásir á Krímbrúna hafa leitt til mannfalls meðal óbreyttra borgara.
„Mun gleypa ykkur með húð og hári“
Markmið Zelenskí árið 2024 er að gera Krímskagann að „þyngdarpunkti stríðsins.“ Rússneski Svartahafsflotinn, sem hefur verið staðsettur þar síðan 1783, hefur að mestu neyðst til að rýma þaðan, vegna árása sífellt fullkomnari sprengja og flugskeyta sem Vesturlönd senda til Úkraínu. Jafnvel þótt Þjóðverjar og nokkur önnur lönd, séu hikandi við að senda frekari vopn til Úkraínu, þá er Zelenskí þess fullviss um, að landið muni á endanum fá þau vopn sem það biður um.
Í millitíðinni er verið að virkja nýja hálfa milljón úkraínskra karlmanna í víglínu stríðs sem Úkraínuforseti telur að sé háð í þágu alls hins vestræna heims. Að hika við að styðja Úkraínu er það sama og gera alla Evrópu að næsta skotmarki Pútíns. Zelenskí segir:
„Pútín skynjar eins og dýr hvort við séum veikburða. Vegna þess að hann er dýr. Hann finnur blóðlyktina. Hann er sterkur og hann mun éta ykkur öll upp með húði og hári. Gleymið ESB, Nató, frelsi, lýðræði og öllu slíku.“