Bretar gætu sent hermenn til Úkraínu

Varnarmálaráðherra Bretlands opnar á að senda breska hermenn til Úkraínu (skjáskot X).

Breskir hermenn gætu bráðlega verið sendir í fyrsta skiptið til vígvallarins í Úkraínu. Grant Shapps, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfestir að hermennirnir munu þjálfa úkraínska hermenn.

Shapps segist nýlega hafa rætt áformin við bresku herforystuna og að stuðningur sé við tillöguna: „Ég talaði um að á endanum færðist þjálfunin nær og reyndar inn í Úkraínu“ Shapps segir það fyrst og fremst eiga við um störf Breta í vesturhluta landsins.

Algjör stefnubreyting

Samkvæmt sérfræðingum felur áætlunin í sér „dramatíska breytingu“ frá fyrri stefnu Breta og annarra bandamanna, sem forðast hafa að senda hermenn opinberlega til Úkraínu til að forðast bein átök við Rússland. Auk þess að bjóða upp á þjálfun á staðnum í Úkraínu segir varnarmálaráðherrann, að breski vopnaframleiðandinn BAE Systems sé að flytja hluta framleiðslu sinnar til landsins – og að hann voni, að fleiri bresk fyrirtæki fylgi í kjölfarið.

Langar að senda flotann út

Shapps opnar einnig á, að breski sjóherinn styðji Úkraínu í Svartahafi og bendir á, að „Bretland sé sjávarþjóð sem getur hjálpað og ráðlagt, sérstaklega á alþjóðlegu hafi.“

„Það er mikilvægt að við leyfum ekki því ástandi að verða að staðli, að millilandasiglingar séu á engan hátt leyfðar á því hafi. Ég held að Bretland geti aðstoðað á margvíslegan hátt.“

Úkraína hefur reitt sig að miklu leyti á hernaðarstuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum á Vesturlöndum. Enn sem komið er hafa engin önnur lönd viljað senda hermenn opinberlega til landsins með vísan til þess, að stríðið muni þá eiga á hættu að aukast enn frekar og að raunveruleg hætta sé á beinum árekstrum við Rússland.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa