Danmörk bannar Kóranabrennur

Danska þingið samþykkti 7. desember að banna Kóranbrennur í Danmörku. Íslamistar fagna sigri. Nýju lögin voru samþykkt með 94 atkvæðum gegn 77. Ríkisstjórn jafnaðarmanna og frjálslyndu samstarfsflokkanna tveggja, Venstre og Moderate, standa að baki ákvörðuninni. Ríkisstjórnin naut einnig stuðnings róttækra vinstrimanna.

Stjórnarandstaðan ræðir þegar um að rifta lögunum

Andstæðingar bannsins er að finna bæði til hægri og vinstri. Sundurleitt bandalag sjö stjórnarandstöðuflokka hefur allan tíman lagt sig gegn banni við Kóranabrennum. Það eru Sósíalíski þjóðarflokkurinn, danskir ​​demókratar, Frjálslynda bandalagið, Íhaldsflokkurinn, Sameiningarlistinn og Danski þjóðarflokkurinn.

Flokkarnir sjö hafa einnig notið stuðnings félagsmanna úr aukaflokkum. Á danska þinginu eru alls tólf stjórnmálaflokkar, auk þingmanna úr flokkum á Grænlandi og í Færeyjum.

Stjórnarandstöðuflokkarnir ræða þegar um að aflétta banninu á Kóranabrennum. Í skoðanakönnunum eru þeir samtals komnir með vel yfir 50% fylgi kjósenda á bak við sig. Samtímis hefur fylgi stjórnarflokkanna þriggja minnkað frá kosningunum í nóvember í fyrra.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa