Fólkskiptin eru ekki samsæriskenning heldur stefna stjórnvalda

Vivek Ramaswamy, forsetaframbjóðandi repúblikana, veldur uppnámi eftir að hafa vakið máls á íbúaskiptum í Bandaríkjunum í umræðunum um hömlulausan fólksinnflutning.

Margir blaðamenn meginmiðla og vinstrisinnaðir aðgerðarsinnar halda því sífellt fram, að hugmyndin um að verið sé að skipta út fólki á Vesturlöndum með innflytjendum sé samsæriskenning hægriöfgamanna.

Í kappræðum milli forsetaframbjóðenda repúblikana í Bandaríkjunum nýlega hreyfði Vivek Ramaswamy við málinu. Hann sagði að „hin miklu skipti “ þ.e. íbúaskiptin, væru staðreynd frekar en samsæriskenning. Samtímis talaði hann um önnur viðkvæm efni eins og árásina 11. september og átökin við Capitol 6. janúar 2021. Ramaswamy sagði:

„Hvers vegna er ég sá eini, að minnsta kosti á þessu sviði, sem get sagt að sjötti janúar líti út fyrir að vera innanhússverk? Að stjórnvöld hafi logið að okkur í 20 ár um þátttöku Sádi-Arabíu í 11. september?“

Um íbúaskiptin sagði hann, að þau væru engin „öfgahægri-samsæriskenning heldur grundvallarlýsing á stefnu Demókrataflokksins.“

Vivek Ramaswamy er einn af sex forsetaframbjóðendum repúblikana sem eru enn eftir í forvalinu. Donald Trump, sem hefur verið fjarverandi í kappræðum forsetaframbjóðendanna hefur yfirburðafylgi yfir þá all. Hann segir að það sé tímasóun að eyða tímanum í að rífast opinberlega við flokksfélagana, þegar augljóst sé að hann verði valinn forsetaefni flokksins. Tucker Carlson sagði nýlega, að Bandaríkjamenn hefðu fylgt sér á bak við Trump sem næsta forseta, þegar Joe Biden sendi vopnað lið FBI sem ruddust inn á heimili Trumps og leituðu sönnunargagna sem engin hafa fundist m.a. í nærfataskúffu eiginkonunnar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa