Enginn efnahagslegur grundvöllur fyrir „græna stálið“

Í hverju dæminu á fætur öðru, þá reynast grænu umskiptin brjóta gefin loforð og hafa í för með sér himinháan kostnað fyrir skattgreiðendur. Nýjasta dæmið í Svíþjóð sem fær hrikalega neikvæða útkomu er hið svo kallaða „græna stál.“

Vindorkan, losunartakmörk, rafbílar… hægt er að gera listann langan yfir „grænu byltinguna“ sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið m.a. með auknum útgjöldum fyrir heimilin. Stjórnmálamenn útvega sjálfum sér aftur á móti „ábyrgðarfullan stimpil í loftslagsmálum“ sem veitir þeim athygli glóbalista á alþjóðlegum leiðtogafundum. Næsta „loftslagssnjalla“ verkefnið á leiðinni í stórkostlegt slys, eru fjárfestingar í „grænu“ stáli. Vísindamenn eru ekki náðugur í dómi sínum um fyrirtækin Hybrit og H2 Green Steel, sem er í eigu LKAB í Svíþjóð.

Úttekt í þremur hlutum

Í nýrri skýrslu stofnunar um stefnumótandi málefni í Skandinavíu „Skandinaviska Policyinstitutet“ eru fjárfestingar í Svíþjóð í grænu stáli rannsakaðar. Skýrslan ber nafnið „Frá brúnu í grænt“ og er sú fyrsta af þremur fyrirhuguðum skýrslum um málið. Í fyrstu tveimur hlutunum gera þjóðhagfræðingarnir Magnus Henrekson og David Sundén yfirgripsmikla úttekt á risaframkvæmdum á grænu stáli í Norður-Svíþjóð. Niðurstöður fyrstu skýrslunnar voru kynntar sl. miðvikudag. Skilaboðin eru ótvíræð: Leggja ber fyrirtækið H2 Green Steel niður og LKAB & Co ber að yfirgefa fyrirtækið Hybrit og halda áfram að fjárfesta í hefðbundnu stáli.

H2 Green Steel, sem fjármagnað er með áhættufjármagni, vill byggja „græna stálverksmiðju“ í Boden. Það vill Hybrit einnig gera og á að fjármagna verkefnið með gríðarlegum fjárupphæðum sem tekin verða af skattgreiðendum gegnum stórfyrirtækin SSAB, LKAB og Vattenfall í eigu sænska ríkisins. Samkvæmt skýrslunni er framtíð LKAB björt, að því gefnu að Hybrit verkefnið verði lagt niður. Annars gæti útkoman endað með hörmungum og mögulega stærsta fjárhagsáfalli í sögu Svíþjóðar. Skattgreiðendur verða látnir borga brúsann. Mælt er með lokun H2 Green Steel, svo fjárfestar þurfi ekki að horfa á eftir peningunum ofan í botnlaust svartholið.

Mörg óleyst vandamál

Tæknifjárfesting LKAB dregst með alvarlega barnasjúkdóma eins og mörg verkefni grænu umskiptanna. Ný tækni er sjósett án þess að vera fullreynd. Áhættan er einnig viðskiptalegs eðlis og efnahagslegs og segja gagnrýnendur að lokað hafi verið augunum fyrir ýmsum vandamálum:

  • Ekki er hægt að fá nóg af járngrýti af þeim gæðum sem þarf til að framleiða jarðefnalausa stálið.
  • Það er ekki til nægjanlegt rafmagn fyrir framleiðsluna.
  • Eftirspurn á heimsmarkaði er mun minni en reiknað er með í spám sem litaðar eru grænni pólitískri bjartsýni og loftslagshjátrú.
  • Járnbrautarkerfið hefur ekki þá afkastagetu sem þarf til að flytja málmgrýti til framleiðslustöðvanna og fullunna vöru í hina áttina. Ef flutningar verða með vörubílum í staðinn, þá mun mikil losun CO2 slá út græna ávinninginn.
  • Tæknin sem LKAB og H2 Green Steel hafa ákveðið að nota – sem kölluð er bein lækkun með vetnisgasi – er aðeins ein af mörgum nýjum sem kynntar hafa verið. Enginn veit í dag, hvort þessi tækni muni finnast áfram á markaðnum eða hverfa vegna annarrar og betri tækni.

Í skýrslunni er bent á, að hin gífurlega raforkunotkun eigi á hættu að slá út önnur raforkufrek fyrirtæki í Norður-Svíþjóð. Mörg þeirra eru ekki af grænni gerðinni en hafa góð rekstrarskilyrði til lengri tíma litið. Núverandi ódýr raforka í Norður-Svíþjóð er forsenda arðsemi í rekstrinum. Hún er hins vegar háð meginreglunni um framboð og eftirspurn og gæti fljótlega breyst í andhverfu sína, þegar slegist verður um raforku sem ekki er til í nægjanlegum mæli fyrir alla notendur. Þá má búast við, að raforkuverðið hækki upp úr öllu valdi og fjárhagsútreikningar græna draumsins verði marklausir.

Gæti orðið þungt áfall fyrir viðkomandi sveitarfélög

Mörg sveitarfélög gera sér vonir um meiri atvinnu með því að fjárfesta skattpeningum íbúanna í grænu stáli. Útkoman gæti hins vegar orðið síðasti naglinn í kistu glataðra atvinnutækifæra og skattpeninga sem betur hefði verið varið í annað. Henriksson segir í viðtali við Dagens Industri, DI:

„Það er gríðarleg áhætta fyrir þá sem búa í Boden, Luleå og Kiruna og lifa áhyggjulausi lífi í dag. Þeir eiga á hættu að vera í sveitarfélagi, sem í byrjun verður með efnahagslega útþenslu og síðan of mikla skuldsetningu og allt of mikið framboð á húsnæði.“

Hann vonast til þess, að skýrslan leiði til þess að íbúar og stjórnvöld viðkomandi sveitarfélaga íhugi málið og komist hjá því að falla með draumnum um gull og í tvöföldum skilningi græna skóga.

Í desember kemur skýrsla númer tvö sem fjallar um arðsemi og sú þriðja sem fjallar um áhrif á samfélagið og raforkumarkaðinn kemur í janúar.

Fyrstu skýrsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa