Enn eitt reiðarslagið gegn framleiðslu rafbíla – Ford dregur úr framleiðslu á rafknúnum pallbílum

Ford hefur tilkynnt, að fyrirtækið dragi úr framleiðslu á rafknúnum F-150 Lightning pallbílum, vegna þess að eftirspurn eftir rafbílum fari stöðugt minnkandi.

Nýjasta reiðarslagið í rafbílaiðnaðinum kom á föstudaginn þegar Ford tilkynnti að um 1.400 af 2.100 starfsmönnum yrðu fluttir frá Lightning verksmiðjunni í Dearborn, Michigan, að því er The Wall Street Journal greindi frá. Fara starfsmennirnir til annarra Ford verksmiðja til að auka framleiðslu á vinsælum bensínbílum í staðinn.

Aukin framleiðsla á bensínknúnum Bronco sportbílum og Ranger pallbílum – Hlutabréf Ford hækkuðu

Morningstar greinir frá því, að sumir starfsmannanna muni nýta sér nýlega umsamda lífeyrissamninga stéttarfélagsins. 700 verða fluttir til samsetningarverksmiðju fyrirtækisins í Michigan og bætt við til að auka framleiðslu á bensínknúnum Bronco sportbílum og Ranger pallbílum.

Ford segir, að ákvörðun fyrirtækisins um að draga úr framleiðslu á F-150 Lightning muni skapa 900 störf. Hlutabréfaverð Ford hækkaði um meira en hálft prósent á föstudagsmorgun eftir að fréttirnar voru tilkynntar.

Neytendur hafa sýnt áhuga í auknum mæli að undanförnu á hefðbundnum ökutækjum í stað rafbíla. Business Insider hefur greint frá því, að rafgeymar jafnvel fyrir einföldustu gerðir Tesla séu frá 5.000 – 20.000 $ – eða jafnvel enn þá dýrari. Sömu rafgeymar eru einnig viðkvæmir fyrir sjálfsíkveikju og setja umhverfið þannig í hættu auk þess hversu illa gengur að slökkva slíkan eld. Bílarnir eru þá settir í einangrun, þar sem hætta er á að kvikni aftur í rafgeyminum jafnvel mörgum dögum síðar.

Allt að 46% styttri vegalengd í frosti en gefið er upp

Margir eigendur nýrra rafbíla eru einnig óánægðir með, hvernig rafbílarnir standa sig í kulda. Hægir þá á hleðslunni sem kostar aukalega. Á sama tíma minnkar akstursvegalengdin verulega á köldum vetrarmánuðum. Yfirleitt er einungis gefin upp akstursvegalengd miðað við kjöraðstæður en ekki sagt frá hversu mikið getan skerðist, þegar kólnar í veðri. Nýlega samþykkti ESB lög, þar sem fallið var frá kröfu um að framleiðendur rafbíla yrðu skyldaðir að gefa upp hversu miklu minni getu bílarnir hafa í kulda. Norska rafmagnsbílasambandið prófaði fimm gerðir nýrra rafmagnsbíla í mismunandi verð- og stærðarflokkum. Prófkeyrt var í marga daga í hita frá 0 gráðum niður í 20 stiga frost. Niðurstöðurnar voru sláandi og óku bílarnir á milli 33-46% styttri vegalengdir en gefið var upp í upplýsingum framleiðenda, sjá töflu hér að neðan:

„Flutningabíll framtíðarinnar“

Þegar rafknúni pallbíllinn F-150 Lightning var fyrst kynntur árið 2021, þá auglýsti Ford bílinn sem „flutningabíl framtíðarinnar.“ Bill Ford, forstjóri Ford, sagði í maí 2021:

„Fyrir bæði Ford og bandaríska bílaiðnaðinn táknar F-150 Lightning hið afgerandi augnablik, þegar við þróumst í átt að núll-losun og stafrænni tengdri framtíð.“

Þremur árum síðar hefur pallbíllinn enn ekki unnið hjörtu neytenda. Viðhorf almennings til rafbíla er greinilega svo lítill í Bandaríkjunum um þessar mundir, að fólk vill ekki eiga eða leigja þá. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Hertz, að það myndi losa sig við 20 þúsund rafbíla úr bílaflota sínum vegna „of mikils viðhaldskostnaðar og lítillar eftirspurnar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa