Orbán: Munum hvorki samþykkja LGBTQ né hömlulausan fólksinnflutning þótt allir peningar heims séu í boði

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, segir hlutina tæpitungulaust á hljóðbút sem víða er dreift á samfélagsmiðlum þessa dagana (sjá að neðan):

„Það er ekki er hægt að fjárkúga“ Ungverjalandi til að samþykkja menningarmarxisma. Engir peningar í öllum heiminum fá okkur til að samþykkja fjöldainnflutning og koma börnum okkar í hendur LGBTQ aðgerðarsinna. Það er ómögulegt.“

ESB beitir fjárkúgun til að þvinga Ungverjaland að breyta lögunum

Í viðtalinu útskýrir forsætisráðherra Ungverjalands að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sagt að hún eigi í tvenns konar vanda með Ungverjaland og þess vegna sé ESB að frysta fjármuni ESB til landsins sem Ungverjaland á samkvæmt reglum ESB að fá. Orbán segir:

„Það er vegna þess að Ungverjaland leyfir ekki hömlulausan fólksinnflutning og hleypir ekki LGBTQ aðgerðasinnum til barnanna. Miðað við það sem þeir segja að Evrópa standi fyrir, þá er þetta rangt. Þeir beita öllum brögðum til að ná þessu markmiði sínu, þar á meðal fjárhagslegum þrýstingi til að lögunum verði breytt.“

Enginn peningur mun fá okkur til að búa til samfélag eins og í Vestur-Evrópu með hryðjuverkaógnum, glæpaklíkum og samhliða samfélögum

Orbán heldur áfram:

„Allir peningar heims munu ekki sannfæra okkur um að leyfa þeim að taka landið okkar frá okkur. Við munum ekki koma á því ástandi sem við sjáum í löndum Vestur-Evrópu: hryðjuverkaógnir, glæpastarfsemi, samhliða samfélög – ég get haldið áfram að telja upp endalaust.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa