Það var einstaklega ánægjulegt að ná tali aftur af þjóðkunna blaðamanninum Halli Hallssyni. Penni Halls er beittur og heggur eins og leiftrandi sverð gegnum moldviðri stjórnmálafársins með skörpum rökum staðreynda. Fáir ef nokkrir geta beitt penna á þennan hátt innan blaðamannastéttarinnar á Íslandi í dag. Margir til kallaðir, fáir standast þolraun glóbalismans sem með gulli og tálsýnum hefur flekkað heiður blaðamanna í leit að sannleikanum. En Hallur Hallsson gefur sig ekki. Hann er bjarg í þeim stórsjó sem gengur yfir Íslandið okkar, þar sem hver alþjóðaaldan reynir að brjóta niður mótstöðukraft þjóðarinnar. Fjöregg þjóðarinnar, fullveldið er í hættu. Þeir sem áttu að standast álagið hafa flest allir gefið sig og skolast burtu. Flestir keyptir fyrir fimmaur. Ráðamenn tala slíkum tungum að annað eins hefur aldrei áður heyrst á lýðveldistímabili Íslands. Allt í einu er frelsið farið. Kirkjan og kristnin útbíuð. Miðstýrt erlent vald hefur læst klónum í þjóðina og ráðamenn hafa breyst í já-dúkkur. Við sem elskum og eigum þessa þjóð erum að missa hana úr höndum okkar.
Hallur hefur verið einstaklega afkastamikill í greinarskrifum að undanförnu. Hann fylgist einstaklega vel með heimsmálunum og ef eitthvað er – enn þá betur með innanlandsmálunum. Ísland fyllir hjarta hans eins og kom í ljós í fjármálahruninu 2008 og þegar Bretar misstu allt niður um sig og lýsti því yfir að litla friðsama þjóðin í norðri væri AlQaeda á sterum. Hallur skrifaði bókina Váfugl sem gefin var út á ensku „Vultures Liar.“ Sjá viðtal við Hall á myndskeiði hér að neðan og einnig þar sem hann les smákafla úr bókinni.
Greinar Halls að undanförnu hafa fyrirsagnir eins og Hversu mörg þúsund fótboltavellir undir vindmyllur Gulla, Eftir valdaránið á Íslandi ár 2016 hefur ómengaður glóbalismi tekið yfir á Íslandi, Fjölmiðlar fjórða vald ríkisins …, Vill Guðni Th. nýjan sið & ný lög á Íslandi svo örfá dæmi séu nefnd.
5.756 fótboltavellir undir vindmyllur
Grænu umskiptin eru á fullu skriði á Íslandi. Engin vatnsvirkjun verið byggð í 15 ár. Núna er byrjað að hleypa grænu gömmunum inn á orkuauðlind Íslands og þar hefur orkumálaráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarson „Gulli græni“ þunga sök. Hann barðist af fullri hörku og nýtti sér valdastöðu sína til að þvinga orkupakka 3 í gegn sem kastaði þjóðinni inn í fang Evrópusambandsins. Núna ráða Íslendingar ekki lengur orkuframleiðslunni sem hingað til hefur verið drjúg aflgjöf fyrir velmegun þjóðarinnar. Gulli græni hefur fyrir löngu selt sál sína og núna er það hrokinn sem talar og enginn skal dirfast að andmæla því sem Gulli græni segir sem verður önugur ef spurt er út í sæstrenginn.
Ríkisstjórnin skellir skollaeyrum við reynslu nágrannaþjóðanna af grænu orkuumskiptunum í Noregi og Svíþjóð. Skattkista landsmanna opnuð upp á gátt fyrir orkuhrægamma í skattaskjólum til að næla sér í feitan bita og skilja landsmenn eftir með mistökin. Geðveikin er slík að í einu vindmylluverkefninu er talað um land að flatarmáli hálfu Þingvallavatni eða 5.756 fótboltavöllum! Þeim útlensku vantar peninginn fljótt og því á að keyra allt í gegn á ofsahraða og landsmenn skyldir eftir með þynnkuna og tapið.
Baðar út öllum öngum þegar hún lýgur
Hallur er ekki náðugur í dómi sínum á forsætisráðherranum sem er sérstakur sendiherra WHO á Íslandi og í Evrópu. Hvernig það verkefni samræmist stöðu forsætisráðherra á Íslandi má ekki ræða opinberlega. Líklegast hatursumræða og samsæriskenning að halda að þetta fari ekki saman. Hallur Hallsson segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vera haldin þeim kynlega keik að baða út öllum öngum og geifla sig þegar hún lýgur. Það er oftara en hún segir satt. Sérstaklega í innflytjendamálunum þar sem stefna sósíalista og kommúnista um galopin landamæri fylgir sporum hrægammastjórans og glóblistaforingjans George Soros. Sjálfstæðismenn eru kylliflatir undir forsætisráðherranum og sviku reyndar kjósendur með því að hleypa Vinstri grænum í þennan valdastól. Kjósendur eiga eftir að segja sitt.
Þótt Bjarni Benediksson hafi allt í einu vaknað og segi satt og rétt frá um vanda innflytjendastefnunnar, þá er hann ræðismaður á skipi landamæralausu frúarinnar. Það sem verra er, innflytjendamálin eru á borði Sjálfstæðismanna og hafa verið í mörg ár. Reynslan frá Svíþjóð er svipuð. Þegar þjóðin gafst upp á landamæraleysu sænskra jafnaðarmanna snéru þeir skyndilega við blaðinu og viðurkenndu að vandi væri á höndum. En mörgum finnst það vera of seint í árina tekið. Svo seint að enginn getur sagt með vissu um framtíð skútunnar. Útsendarar erlendra ættbálka sem reka glæpahópa í landinu búnir að hreiðra um sig á öllum stöðum valdsins. Á Íslandi gætu sömu hlutir gerst miklu hraðar. Sjálfstæðismenn eru ábyrgir fyrir innflytjendastefnunni og hafa svikið þjóðina. Fullveldið gleymt og dansað eftir pípu glóbalismans frá WHO, WEF og SÞ. Miðstjórn erlendra váfugla stjórnar Íslandi. Svo illa er komið fyrir þjóðinni undir stjórn síðustu flokkanna sem enn lifa frá stofnun lýðveldisins.
Viðtalið er klukkutími og korter. Snorri Sturluson býður seinna viðtals. Sagnfræðingurinn Hallur Hallson kann sögu Íslands. Þá sem holl væri ekki bara stjórnmálamönnum heldur og öllum landsmönnum að kunna deilur á.
Smelltu á spilarnn hér að neðan til að heyra viðtalið: