Hallur Hallson: Eftir valdaránið á Íslandi ár 2016 hefur ómengaður glóbalismi tekið yfir á Íslandi

Um þessar mundir er prufkeyrsla á nýju netútvarpi „Útvarpinu mínu“ hafin. Verður útvarpsspilari seinna settur inn á þessa síðu og ef til vill einnig hjá einhverjum öðrum netmiðlum. Undirritaður ætlar að auka breiddina með útvarpssendingu á netinu og er allt á tilraunastigi. Fyrsti samtalsþátturinn hefur verið tekinn upp með þeim frábæra blaðamanni Halli Hallssyni.

Hallur fer yfir víðan völl í þessu samtali og má hlýða á brot úr því hér að neðan. Ýmis tæknivandamál eru samfara að koma nýju útvarpi í loftið svo hlustendur eru beðnir um að sýna tillitssemi a.m.k. fyrstu vikurnar á meðan stöðin er að komast í gang og verið er að forma innihald og dagskrá osfrv. Svolítið bergmálar í þessum fyrsta þætti sem lagfært hefur verið fyrir síðari upptökur.

Hallur Hallsson fer um víðan völl í samtalinu, ræðir hnignun Vesturlanda vegna þeirra myrkraafla sem ráða lausum hala og vilja kristindóminn feigan. Samtalið barst m.a. til Íslands og stöðu mála á farsæla Fróni og rakti Hallur sögu landsins eftir þau tvennu valdarán sem framin hafa verið í síðari tíð: Hið fyrra árið 2008, þegar Bretar settu Ísland á hryðjuverkalista í Icesave og hið síðara ár 2016, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var hrakinn burtu úr embætti forsætisráðherra. Hallur segir:

„Eftir valdaránið 2016 hefur ómengaður glóbalismi verið tekinn upp á Íslandi.“

Hlustið á hljóðbút um þetta atriði hér að neðan og þar að neðan er allt viðtalið við Hall:

Útvarpið mitt

Meiningin er að hafa „Útvarpið mitt“ þar sem hlustendur geta verið með og mótað bæði dagskrá og efni. Aðaláherslan verður lögð á frelsi einstaklingsins og þjóða, mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði. Sjálfsákvörðunarrétt og fullveldi. Mun útvarpið vera með viðræðuþætti bæði við sérfræðinga í ýmsum málaflokkum og pallborðsumræður, þar sem fleiri geta verið saman og rætt um einstök málefni. Stjórnmálin eru ofarlega á baugi vegna þeirra aðþrengingu að mannfólki sem óprúttnir auðjöfrar í samvinnu við keypta stjórnmálamenn og Kommúnistaflokk Kína vinna hörðum höndum að um þessar mundir.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa