ESB-þingmaðurinn með rúmar 40 milljónir íslenskar krónur í árslaun

Ef þér tekst að komast alla leið inn á ESB-þingið, þá geturðu hlegið alla leiðina í bankann. Starfið er ofurlaunað og felur í sér margvísleg fríðindi. Samtals getur þingmaður haft allt að þrisvar sinnum meiri laun fyrir einn mánuð eins og ellilífeyrisþegi fær borgað fyrir heilt ár. Ekki nema von, þegar munurinn er svona mikill, að Brussel-hirðin fjarlægist raunveruleikann.

Mánaðarlaun þingmanns á Evrópuþinginu eru 10.075 evrur, sem samsvarar 1.500.168 íslenskum krónum. Á einu ári nemur þetta 18.002.016 íslenskum krónum. Þá erum við aðeins að ræða um grunntaxtann. Að auki fylgir fjöldi rausnarlegra fríðinda eins og vasapeningar, ferðastyrkir og fé fyrir skrifstofuhald. Expressen greinir frá:

52.171 kr. bara fyrir að mæta í vinnuna – daglega

Langflestir þingmenn sem eiga sæti á ESB-þinginu búa annars staðar og fara vikulega til Brussel og Strassborgar. Fyrir hvern dag sem þeir eru í „opinberum erindagjörðum,“ það er að segja mæta í vinnuna í borgunum tveimur, þá fá þingmennirnir 52.171 krónur til að standa straum af fæði og gistingu.

Auk launa og hlunninda fær ESB-þingmaðurinn greiddan kostnað við skrifstofuhöld samsvarandi 737.506 krónum á mánuði. Þingmenn ráðstafa þessum peningunum að eigin vild og þurfa ekki að skila neinum kvittunum fyrir eyðslunni. ESB segir að peningarnir séu meðal annars til að kaupa tölvur, skrifstofuvörur og símaáskrift en þingmenn hafa allir þegar aðgang að fullkomnum skrifstofubúnaði á kostnað skattgreiðenda.

Á fjórðu milljón krónur á mánuði eða rúmar 40 milljónir krónur árlega

Þar að auki fá þingmenn ferðauppbót vegna ferðalaga allt að 735.651 krónur á ári. Ofan á það bætast síðan aðlögunarbætur og lífeyrir.

Samtals með skrifstofustyrk, launum og vasapeningum, fær þingmaðurinn því samtals 3.284.303 krónur mánaðarlega, að því tilskildu að hann mæti til vinnu 20 daga í mánuði. Á einu ári hefur þingmaðurinn því um 39, 5 milljónir íslenskar krónur.


  • Grunnlaun 1.500.168 kr á mánuði x 12 = 18.002.016 kr á ári
  • 52.171 uppbót á dag x 20 = 1.043.420 á mánuði x 12 = 12.521.040 á ári
  • Skrifstofukostnaður 737.506 kr á mánuði x 12 = 8.850.072 á ári
  • Uppbót til ferða 735.651 á ári

Samtals fær ESB-þingmaðurinn 40.108.779 íslenskar krónur í árslaun sem gera (x4)160.435.116 krónur fyrir 4 ára kjörtímabil. Mest af peningunum eru skattfrjálsir, lítils háttar skattur greiddur af grunnlaunum. Ljóst er að ESB-þingmaðurinn nær í ársútborgun ellilífeyris 1 – 4 sinnum á mánuði. Allir sjá að slík firring er ekkert annað en djúp spilling og þjófnaður á skattfé í stíl við nómenklátúru gamla sovéska kommúnismans. Hér hafa bara helstu fríðindi verið tekin með í reikninginn.

Sjá nánar hér

Að neðan er myndband frá flokknum Valkostur fyrir Svíþjóð um málið:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa