Neitaði að taka af sér slæðuna í læknisskoðun – fær tæpa milljón kr. í skaðabætur

Lénsstjórnin í Uppsala þarf að borga samsvarandi 921 þúsund ísl. kr. til konu sem var beðin um að taka af sér slæðuna við læknisskoðun. Læknirinn taldi mikilvægt að athuga hvort konan væri með útbrot á húðinni þar en hún kom í læknisskoðun vegna útbrots á húð á öðrum stað. Mat Umboðsmanns mismunar var, að það hafi verið réttur konunnar að neita að taka af sér slæðuna. Beiðni læknisins um að konan tæki af sér slæðuna hafi verið krafa um mismunun og þar með sakhæf.

Við læknisskoðun bað læknir kvenkyns sjúkling að fjarlægja slæðuna. Konan kom til læknisins til að athuga útbrot á húðinni sem var á öðrum stað og læknirinn bað hana um að taka af sér slæðuna svo hann gæti athugað hvort útbrot væru einnig þar. Konan sem um ræðir vildi hins vegar ekki taka af sér slæðuna og kærði „árásina“ til Umboðsmanns mismununar (diskriminäringsombudsmannen DO).

Núna hefur DO tekið ákvörðun – og segir að brotið hafi verið á mannréttindum konunnar. Á heimasíðu Umboðsmanns mismunar, DO, má lesa að yfirvöld sem bera ábyrgð á heilsugæslunni hafi ekki „komið með eðlilega skýringu“ á því, hvers vegna þau vildu að konan tæki af sér slæðuna. Skýringin sem heilbrigðisyfirvöld gáfu, var að nauðsynlegt væri að skoða „húð sjúklingsins“ til að tryggja læknisfræðilegt mat á sýnilegum útbrotum.

Sandra Danowsky, lögfræðingur hjá DO, skrifar í yfirlýsingu á heimasíðu DO:

„Það er mikilvægt að allir sem leita til heilsugæslunnar séu öruggir um, að þeir fái meðferð án mismununar.“

Hún skrifar ennfremur að „óviðeigandi meðferð“ geti valdið því að sumir sjúklingar leiti ekki til heilsugæslunnar.

Umboðsmaður mismununar, DO, krefst því, að Uppsala-lén greiði „mismununarbætur“ til slæðukonunnar á 70.000 sænskar krónur sem samsvarar tæpri milljón íslenskum krónum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa