Oliver Stone: Bandaríkin vilja fá nýjan Jeltsín í stað Pútíns

Bandaríkin vilja ná yfirráðum yfir Rússlandi, til dæmis með því að fá nýjan veikan forseta í embættið í landinu eins og Borís Jeltsín fyrrverandi leiðtoga Rússlands. Það segir kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone í viðtali við Lex Fridman (sjá að neðan).

Hvert er markmið Bandaríkjanna með staðgengilsstríðinu í Úkraínu? Það er að geta stjórnað Rússlandi eins og þeir gerðu á tíunda áratugnum í tíð fyrri forseta landsins, drykkjuhrútsins Borís Jeltsíns, ef marka má orð bandaríska kvikmyndaleikstjórans Oliver Stone.

Munu eyða Úkraínu ef þörf krefur

Fyrir nokkrum árum tók Oliver Stone viðtal við núverandi forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Oliver Stone segir:

„Allt í lagi, við vitum hvert markmið Bandaríkjanna er: Það er að losna við mig (hlátur). Stjórnarskipti og að koma að nýjum Jeltsín. Það er það sem þeir vilja. Þeir munu gera allt til að ná því. Þeir munu eyða Úkraínu ef þörf krefur. Vegna þess að þeir vilja stjórnarskipti í Rússlandi.“

Þar næst kemur Kína

Þar næst kemur Kína, að sögn Stone:

„Það er endanlegt markmið Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enga samvisku hvað varðar að ganga alla leið og þeir munu beita hræsni í öllum fréttaáróðri í heiminum til að fá það sem þeir vilja.“

Drepa mig ef ég kem til Úkraínu

Oliver Stone hefur einnig gert heimildarmynd um Úkraínu sem heitir Úkraína logar, sönn saga, Ukraine on Fire: The Real Story (sjá að neðan). Í myndinni skoðar hann sögu Úkraínu á gagnrýninn hátt, valdaránið í Maidan árið 2014 og tengslin við Vesturlönd.

Stone er spurður hvort hann telji að Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, myndi koma í viðtal? Kvikmyndaleikstjórinn svaraði:

„Þeir drepa mig ef ég kem til Úkraínu.“

Hér að neðan má sjá stuttan bút úr viðtalinu og þar fyrir neðan allt viðtalið ásamt heimildarmyndinni Úkraína logar:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa