Fimm ára fangelsi fyrir að vera með hatursáróður gegn Ísrael

Úr þingsal franska þingsins. (Skorin mynd © TimeTraveRome-CCA).

Hópur franskra öldungadeildarþingmanna hefur lagt fram frumvarp sem refsar harðlega „and-síonískum“ sjónarmiðum.

Samkvæmt frumvarpinu verða refsingarnar mismunandi eftir eðli afbrotsins. Fyrir þann sem afneitar tilveru Ísraels er refsingin eins árs fangelsi og sekt upp á 45 þúsund evrur eða tæplega 7 milljónir íslenskra króna. Sá sem „móðgar“ Ísraelsríki á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 75.000 evra sekt sem er um 11,3 milljónir íslenskra króna. Hæsta refsingu fær sá sem verður með virkan hatursáróður gegn ísraelska ríkinu. Fimm ára fangelsi og sekt upp á 100 þúsund evrur sem gera rúmlega 15 milljónir íslenskar krónur.

Að baki tillögunum eru 16 franskir ​​öldungadeildarþingmenn, flestir tengdir frjálslyndum flokki Repúblikana segir í frétt TVP World.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa