Um helgina greindu bæði sænskir og alþjóðlegir fjölmiðlar frá því að Donald Trump hafi varað við „blóðbaði“ ef hann vinni ekki forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Það sem þetta snerist í raun um hafði hins vegar lítið með alvöru blóðbað að gera.
Jafnvel þó að ekki sé ýkja langt síðan að sannað var að meint Rússlandstengsl Trumps, sem fjölmiðlar fjölluðu um mestan hluta forsetatíðar hans, væru algjörlega tilefnislaus, gera falsfréttamiðlarnir enn nýjar tilraunir til að ófrægja forsetann fyrrverandi með því að segja ósatt frá.
Það var í kosningaræðu sem Trump sagði, að „bandaríski bílaiðnaðurinn gæti lent í blóðbaði, ef Joe Biden fengi að halda áfram sem forseti“ eftir kosningarnar í haust. Falsmiðlarnir tóku orðið „blóðbað“ úr samhengi sínu og ljúga því að fólki, að Trump hafi sagt að „það verður blóðbað í Bandaríkjunum ef hann nái ekki kjöri sem forseti.“
Hér að neðan má sjá umræður á samfélagsmiðlum um málið:
Háð og spé fylgdi með: