Frjálslyndir í Svíþjóð leggjast gegn banni á slæðuþvingun barna á leik- og grunnskólum

Um helgina hélt Frjálslyndi flokkurinn landsfund í Linköping. Eitt af heitustu umræðunum á fundinum fjallaði um, hvort flokkurinn ætti að leggja fram bann við slæðum barna í leik- og grunnskólum. Flokkurinn lagðist að lokum gegn slíku banni. Frjálslyndir ákváðu líka að leggjast gegn þátttöku Svíþjóðardemókrata í ríkisstjórn í Svíþjóð.

Tillagan um slæðubann barna var lögð fram af kvenfélagi flokksins. Cecilla Elving, formaður kvenfélagsins sagði:

„Að neyða börn til að bera slæðu er bæði að kynvæða og takmarka frelsi stúlkna sem við frjálslyndir getum aldrei sætt okkur við.“

Flokksforystan hefur var hins vegar á móti tillögunni og telur slæðubannið vera ranga leið. Fyrir landsfundinn skrifaði forystan:

„Hætta er á, að mörgum börnum í trúarlega íhaldssömum múslímafjölskyldum verði komið fyrir á leikskólum og skólum trúarskóla eða algjörlega haldið fyrir utan sænska skólakerfið.“

Slæðubanni hafnað eftir miklar umræður

Eftir miklar umræður kom í ljós, að flokkurinn hafnar slæðubanni fyrir börn í leik- og grunnskóla og hafnar að kanna málið frekar. Þess í stað hefur verið samþykkt að flokkurinn beiti sér fyrir því að starfsfólki í leikskólum, skólum og frístundaheimilum fái aðstoð til að standa gegn heiðurstengdum kröfum foreldra. Gulan Avci, flokksritari Frjálslynda flokksins segir:

„Ef slæðubann yrði tekið upp í neðri bekkjum skólans er ég hrædd um, að þessar stúlkur myndu lenda í klóm trúarlegu, frjálsu skólanna. Það eru einmitt þessi börn sem þurfa kannski frekar en önnur að fara í venjulegan skóla, þar sem þau eiga ekki á hættu að lenda í heiðurskúgun.“

Hafna aðkomu Svíþjóðardemókrata í ríkisstjórn

Ákveðið var að kanna hvernig auka megi túlkun á afbroti ólögmætrar þvingunar til að ná yfir trúarlegan klæðnað sem inniheldur slæðu. Þá samþykkti fundurinn einnig að neita Svíþjóðardemókrötum um að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi í framtíðarstjórn í Svíþjóð. Frjálslyndi flokkurinn er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Svíþjóðar. Hinir eru móderatar og kristdemókratar. Stjórnin heldur velli vegna samnings við Svíþjóðardemókrata að þeir verji stjórnina vantrausti. Í nýlegri könnun fengu Frjálslyndir 2,3% fylgi sem nær ekki upp í þau lágmarks 4% sem þarf til að flokkurinn komist inn á þing.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa