Fv. hryðjuverkamaður staðfestir fjöldasýn af Jesú á Gaza – segir þúsundi múslima gerast kristna

Fólk á Gaza ákallar æðri mátt vegna hryllings stríðsins. Taysir Abu Saada á innfeldri mynd.

Fyrrum palestínsk leyniskytta sem gerðist kristinn trúir því, að kristileg vakning blómstri á Gaza og þúsundir muni koma til Krists eftir að stríðinu milli Ísraels og Hamas lýkur. Taysir „Tass“ Abu Saada, fv. aðstoðarmaður Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sagði nýlega við Global Lane á CBN News (sjá myndskeið að neðan), að heilagur andi Guðs breyti nú þegar hjörtum Palestínumanna með draumum og sýnum.

„Margir múslimar eru að leita að valkosti við íslam. Teymið mitt dreifir eðlilega boðskapnum um Krist. Við erum að sjá góða vakningu í gangi nú þegar á Gaza ströndinni.“

Hamas notar íbúana sem herskjöld gegn Ísrael

Yfir 100 dagar eru liðnir frá því að Hamas-hryðjuverkamenn frömdu fjöldamorð á hundruðum ísraelskum meðborgurum þann 7. október sem markaði upphaf núverandi stríðs Ísraels og Hamas. Margir Palestínumenn sem búa á Gaza-svæðinu hafa lent í eldhríðinni. Sönnunargögn hafa komið í ljós, hvernig Hamas hefur komið í veg fyrir brottflutning óbreyttra palestínskra borgara, kyrrsett þá og notað sem herskildi gegn árásum Ísraelshers sem eingöngu er ætlað að beinast gegn hryðjuverkamönnum.

Þess vegna fullyrða Hamas-stjórnin á Gaza að meira en 24.000 manns hafi verið drepnir þar síðan stríðið hófst og þúsundir til viðbótar séu slasaðir eða talið að hafi látist. Saada trúir því að úr eyðileggingunni og sársaukanum muni góðir hlutir fæðast. Hann útskýrir:

„Þrátt fyrir eyðilegginguna sem á sér stað, þá trúi ég því að Guð hafi þann tilgang að vekja Palestínumenn á Gaza til vitundar um annan valkost en þeir hafa trúað á.“

Allir höfðu hver og einn upplifað sömu sýn

Fyrrverandi hryðjuverkamaðurinn Tass Saada t.v. og flóttamannafjölskylda á Gaza t.h.

Saada trúir því að hjörtun snúi sér að Jesú og staðfesti frétt í lok síðasta árs um að Jesús hafi komið til hundruð Gazabúa í svefni. Saada sagði:

„Ég hef frétt frá einum af liðsmönnum mínum, að 200 Gazabúar hafi fært Jesú hjarta sitt sameiginlega. Drottinn birtist þeim í sýnum og draumum og þeir föðmuðu hvern annan og fögnuðu. Þeir uppgötvuðu að hver og einn þeirra hafði upplifað sömu sýn. Augljóslega er Drottinn Guð að verki ásamt þeim kristnu sem starfa í landinu.“

Hélt að leiðtogarnir hefðu selt landið til gyðinga

Saada fæddur á Gaza var sjálfur yfirbugaður af reiði í garð Ísraelsmanna í kjölfar sex daga stríðsins árið 1967. Fjölskylda hans flutti til Sádi-Arabíu og Katar og á endanum gekk hann til liðs við hryðjuverkasveitir Fatah og barðist fyrir Arafat. Saada sagði í vitnisburði sem birtur var á JewishRoots.net:

„Eftir sex daga stríðið leið mér eins og ég væri að fá taugaáfall og hatur mitt bara jókst allan tímann. Ég skildi ekki hvernig við gátum tapað svo mörgum stríðum gegn Ísrael. Við vorum fleiri en Ísrael, við höfðum meiri her búnað. – Allt sem við áttum var meira en þeir höfðu en samt töpuðum við stríðunum gegn þeim. Ég hugsaði um það aftur og aftur, að leiðtogar okkar hefðu selt okkur til gyðinga. Þá ákvað ég að berjast fyrir landið okkar sem ég trúði að væri okkar.“

Guð mun vinna mikið verk á Gaza

Stofnandi samtakanna Friðarvon flutti til Bandaríkjanna þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Karen. Skömmu síðar hitti hann kristinn mann og lærði um Jesús. Þá breyttist líf hans og öll sýn á Ísrael. Hann flutti nýlega til Landsins helga til að breiða út boðskapinn um Jésú Krist.

„Guð mun vinna mikið verk á Gaza og ég vil vera hluti af því. Það sem við sjáum gerast í dag er í raun eitt af táknum endatímans, því það er ekkert eðlilegt við þá eyðileggingu sem á sér stað. Djöfulleg hönd Hamas er að ráðast á Ísrael á róttækan hátt vonskunnar. Auðvitað urðu Ísraelar að bregðast við og verja sig.“

Þrátt fyrir að fjórar arabaþjóðir og Tyrkland hafi boðist til að aðstoða við að skipuleggja uppbyggingu og stjórn Gaza, þegar Ísrael lýkur stríðinu við Hamas, þá lýsir Saada því djarflega yfir, að Guð ætli Gazabúum aðra framtíð. „Það verður gríðarleg uppskera.“

Hér að neðan má sjá tvö stutt viðtöl við Taysir „Tass“ Abu Saada:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa