Hamas æsir múslíma um allan heim til heilags stríðs á morgun

Khaled Meshaal (skjáskot X).

Khaled Meshaal, fyrrverandi leiðtogi Hamas, skorar á múslima um allan heim að „sýna reiði sína“ á morgun föstudag. Myndband með herópinu var birt á YouTube en eytt innan dags.

Meshaal, sem núna er yfirmaður útlendingadeildar Hamas, segir yfirlýsingu samkvæmt Reuters:

„Við verðum að fara út á torg og götur arabíska og íslamska heimsins á föstudaginn“

Augnablik sannleikans er núna

Meshaal, sem hefur aðsetur í Katar, segir að stjórnvöldum og þjóðum í næsta nágrenni – Jórdaníu, Sýrlandi, Líbanon og Egyptalandi – beri ríka skyldu til að styðja Palestínumenn. Hann leggur áherslu á, að „augnablik sannleikans“ sé komið. Rachid Hammami – marokkóskur fyrrverandi múslímskur sjónvarpsstjóri og þjóðaröryggissérfræðingur – túlkar skilaboð Khaled Meshaal á eftirfarandi hátt í færslu á X-inu:

„Meshaal segir í myndbandinu að föstudagurinn verði dagur múslima til að „sýna reiði“ gegn síonistum og Bandaríkjunum. Hann skorar bæði á borgara múslímalanda og „múslímska erlendis um allan heim“ að taka þátt í föstudegi Al-Aqsa árinnar.“

Kalla eftir blóði og múslímskum sálum

Í öðru lagi kallar hann eftir „heilögu efnahagsstríði“ – fjárhagslegum stuðningi frá múslimum um allan heim til Gaza til að bæta þeim fyrir eyðilegginguna. Í þriðja lagi skorar Meshaal á múslíma að beita pólitískum þrýstingi til að stöðva hernaðarinnrás Ísraela á Gaza. Endanlega skorar hann á múslima um allan heim, að „bera heilagastríðið í sálum sínum og berjast og verða píslarvottar fyrir Al-Aqsa.“

Að sögn Rachid Hammami vill Khaled Meshaal, að fyrst og fremst múslímar sem búa í nágrannalöndunum fari í heilagt stríð við gyðinga. Þeir eiga að fara að landamærunum og reyna að komast inn, hver eftir bestu getu. Khaled Meshaal segir á myndbandinu:

„Það er kominn tími til að fara í heilagastríð á vígvellinum í stað þess að nota orð. Peningar eru mikilvægir en í dag köllum við eftir blóði og sálum ykkar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa