Zelenskí óttast að stríð Ísraels og Hamas taki kastljósið frá Úkraínu

Mynd © Official White House Photo by Shealah Craighead/Public domain

Volodomyr Zelenskí, forseti Úkraínu, hefur áhyggjur af því að alþjóðasamfélagið muni „hverfa“ frá Úkraínu. Hann sagði það í viðtali við France 2 í gær.

Volodomyr Zelenskí, forseti Úkraínu, varar við því að stríð Hamas og Ísraels gæti dregið athyglina frá Úkraínu. Hann sagði samkvæmt France 24

„hætta væri á að alþjóðleg athygli snúist frá Úkraínu og að það muni hafa afleiðingar.“

Að sögn Zelenskí eru „harmleikarnir“ í Úkraínu og Ísrael „ólíkir, en báðir gífurlegir.“ Samtímis ásakar hann Rússa um að styðja Hamas samkvæmt AFP:

„Við erum viss um, að Rússar styðji aðgerðir Hamas á einn eða annan hátt“, „sagði hann að sögn AFP og fullyrti að Rússar séu að framkvæma „sundrungu um allan heim.“

Rússar hafa áður hafnað ásökunum Zelenskí sem algjörlega tilhæfulausum. Zelenskí sagði einnig:

„Örlög Úkraínu ráðast af einingu umheimsins. Ég vona að stuðningur Bandaríkjamanna við Úkraínu haldi áfram.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa