Hamas hafði bækistöðvar undir aðalskrifstofum SÞ á Gaza

Ísraelski herinn hefur fundið eitt af jarðgangakerfum Hamas með leynilegri stjórnstöð undir höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna UNRWA í Gazaborg, að því er Reuters greinir frá (sjá myndskeið að neðan).

Kerfið er um 700 metra langt á 18 metra dýpi. Meðal annars voru þar skrifstofur og gagnaþjónar fyrir tölvukerfi Hamas. Talsmaður ísraelska hersins sagði:

„Þetta er ein af höfuðstöðvum leyniþjónustunnar. Þessi staður tilheyrir leyniþjónustusveitum Hamas sem hefur skipulagt flesta af bardögunum.“

Að sögn Reuters yfirgaf Hamas göngin og klippti sundur kapla áður en Ísrael kom á staðinn. Í janúar komu fram upplýsingar sem benda til þess, að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október. Mörg lönd eins og Bandaríkin, Ísland og Svíþjóð stöðvuðu þá greiðslur til UNRWA.

UNRWA segir í yfirlýsingu :

„UNRWA … hefur hvorki hernaðar- né öryggisþekkingu eða getu til að taka að sér hernaðarskoðanir á því sem er eða getur verið undir húsnæði þess.“

Sami Abu Zuhri fulltrúi Hamas segir upplýsingar Ísraels um bækistöðvar Hamas undir byggingu Sameinuðu þjóðanna í Gazaborg vera „lygi.“

Sjá nánar það sem þýska Welt skrifar hér.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa