Hamas myrðir palestínsk börn og kennir Ísrael um

Alan Dershowitz er fæddur í Brooklyn og hefur verið kallaður einn „frægasti verndari einstaklingsréttinda, þekktasti sakamálalögfræðingur heims og opinberasti verjandi gyðinga í Bandaríkjunum.“ Hann var prófessor í lögfræði við lagadeild Harvard háskólans. Dershowitz er höfundur 40 skáldverka og fræðiverka, þar af 7 metsölubóka. Meira en milljón bóka hans hafa selst um allan heim, á fjölmörgum tungumálum, og meira en milljón manns hafa hlýtt á fyrirlestra hans um allan heim.

Í nýlegum þætti tekur hann fyrir barnamorð hryðjuverkasveitarinnar Hamas. Hamas notar börn meðvitað í stríðinu, sérstaklega að sýna dáin börn í áróðursskyni fyrir sig. Ekkert rífur upp tilfinningar fólks meira en að sjá dáið barn. Hryðjuverkamennirnir nota bæði fullorðna og börn sem skjöld í stríðinu sem er stríðsglæpur. Þeir byggja einnig herstjórnarbyrgi og vopnageymslur undir sjúkrahúsum og nærri barnaskólum.

Alan Dershowitz er harðorður og afdráttarlaus gegn vígasveitum Hamas og þeirra sem gera þeim kleift að ljúga um gang mála að Vesturlandabúum. Það vakti athygli nýlega, þegar einn af yfirmönnum Hamas fékk þá spurningu frá blaðamanni:

„Þið hafið kostað steypu á neðanjarðargangakerfi fyrir hermenn Hamas en ekki byggt eitt einasta loftvarnarbyrgi fyrir almenning. Af hverju?“

Svari Hamas-fulltrúans var:

„Það er ekki okkar að sjá um almenning. Það geta Vesturlönd gert.“

Lítið sem ekkert af stuðningi Vesturlanda í formi sendinga peninga gegnum til dæmis Sameinuðu þjóðanna ná fram til fólksins. Í staðinn er foringjar vígasveitanna orðnir moldríkir á því að stela peningunum og nota fyrir lúxuslíf fyrir sig sjálfa.

Heyra má beitta skilgreiningu Harward prófessorsins á myndbandinu hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa