Hár þjónustukostnaður rafbíla

Það þarf hvorki að skipta um olíu né kambás en samt er þjónusta fyrir nokkurra ára gamlan rafbíla allt annað en ódýr saga. Kostnaðurinn getur farið vel yfir 130.000 íslenskar krónur.

Þegar rafbílarnir voru settir á markað voru ein rökin fyrir kaupunum þau, að viðhald og árleg þjónusta yrði ódýrari en hjá bílum með brunavélum. En þátt fyrir að hvorki sé bætt á vélaolíu né loft- eða olíusíu, þá er kostnaðurinn engu að síður hár.

Í dæmi sem Teknikens värld framkvæmdi með fjögurra ára gömlum rafbílum og Carup bendir á, kemur í ljós, að rafbílar geta verið margfalt dýrari í þjónustu en bensínbílar.

Renault verstur – Volvo ódýrastur

Dýrust er þjónustan fyrir Renault Megane E-tech, sem gerir eiganda bílsins 51.193 sænskra kr. (677 þúsund íslenskar kr.) fátækari á tíu ára tímabili . Til þess að ábyrgðin gildi þarf að þjónusta bílinn árlega eða að öðrum kosti á 1.500 mílna fresti og kostar þjónustan eftir fjögur ár rúmlega 8.000 sænskar krónur (106 þúsund íslenskar kr.).

Fyrir næstdýrasta rafbílinn, MG Marvel R, sem kostar tæpar 50.000 sænskar krónur (661 þús. ísl. kr.) á sama tímabili, er þjónustan eftir fjögur ár 11.178 sænskar krónur (148 þúsund íslenskar kr.). Rafbílar Volvo eru með lægsta þjónustukostnaðinn. Þar er þjónustan ókeypis fyrstu þrjú árin og kostar síðan 2.332 sænskar krónur (31 þúsund íslenskar kr.) á tveggja ára fresti. Tíu ára viðhald kosta þannig um það bil 9.000 sænskar krónur (119 þúsund íslenskar kr.)

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa