Mannfjöldinn fagnaði Trump þegar hann kom inn á leikvanginn

Áhorfendur í Suður-Karólínu fögnuðu Trump forseta á laugardaginn þegar hann gekk inn á Williams-Brice leikvanginn aðeins nokkrum mínútum fyrir upphaf leiksins. Henry McMaster ríkisstjóri og aðstoðarríkisstjórinn Evette hittu Trump forseta á leik keppinautanna Clemson og Suður-Karólínu.

Trump gengur inn á leikvanginn í fylgd með ríkisstjóra Suður-Karólínu, Henry McMaster (skjáskot X).

Fólkið í Palmetto State fagnaði 45. Bandaríkjaforseta innilega. Eftir komuna gengu Trump forseti og Henry McMaster, ríkisstjóri Suður-Karólínu, inn á völlinn til að kasta mynt. Fagnaðarhrópum áhorfenda ætlaði aldrei að linna eins og sjá má og heyra á meðfylgjandi myndskeiðum.

Trump og ríkisstjóri Suður-Karólínu Henry McMaster (skjáskot X).
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa