Heilu borgarhverfin í Berlín eru í höndum araba

Hasso Plattner (t.h. á mynd), einn farsælasti frumkvöðull Þýskalands, dregur upp dökka mynd af heimalandi sínu og heimabænum Berlín.

Hinn 80 ára gamli margmilljarðamæringur, sem er stofnandi hugbúnaðarrisans SAP, segir í viðtali við svissneska NZZ, að hann heimsæki ekki lengur Berlín – þrátt fyrir að vera Berlínarbúi.

Þess í stað heldur hann sig við „Potsdaminn sinn.“ Hann segir:

„Það er engan veginn gott, að heilu hverfin (í Berlín)eru í höndum araba og að siðferði þeirra og skilningur á lögum er stundaður þar. Á bak við luktar dyr segja allir, að eitthvað hafi farið úrskeiðis. En enginn segir það opinskátt, að eitthvað hafi farið úrskeiðis og að við verðum að gera eitthvað. Vegna þess að það er óvinsælt.“

Einn stjórnmálaflokkur gerir það hins vegar: Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, sem eykur fylgi sitt mikið í skoðanakönnunum. Það er þversagnakennt, að Hasso Plattner segist hafa miklar áhyggjur af þessari þróun samtímis sem hann telur AfD ógna lýðræðinu. Hann vill þó ekki ganga eins langt og sumir aðrir sem vilja banna AfD. Hasso Plattner segir við NZZ:

„Það myndi bara gera AfD enn þá öflugri. Það er öflugur hópur meðal þjóðarinnar sem stendur afar nærri hugmyndum AfD.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa