Hryðjuverkasprengjunum rignir yfir Svíþjóð

Myndin ofan er ekki frá Úkraínu heldur Linköping í Svíþjóð 7. júní 2019. Ekkert lát er á sprengjuárásum á fjölbýlishús í Svíþjóð. 5 sprengjuárásir síðustu vikuna.

Aðfararnótt föstudags 2. febrúar var sprengjuárás á tíu hæða blokk í Stokkhólmi. Sama dag var einnig sprengjuárás á fyrirtæki í iðnaðarhverfi í Vällingby í Stokkhólmi. Skömmu áður eða 29. janúar, var sprengjuárás í íbúðarhúsahverfi í Sandviken. Þremur dögum áður 26. janúar var sprengjuárás á fjölbýlishús í Märsta i Norður-Stokkhólmi. Sunnudagsmorgun 4. febrúar hélt sprengjuregnið áfram, að þessu sinni í árás á fjölbýlishús í Gävle. Aðfaranótt mánudags 5. febrúar ný sprengjuárás á fjölbýlishús í Handen í Suður-Stokkhólmi.

Allir linkar ofan eru á heimasíðu sænska sjónvarpsins sem hefur gert fréttir um þessar árásir og tekið viðtal við talsmenn lögreglunnar sem reyna að telja fólki trú um að það sé ekkert að óttast. Fólk lýsir hvernig það skríður á fjórum fótum inn í herbergi barna sinna til að bjarga þeim, því enginn veit hvað fylgir í kjölfar sprengingar sem þeytir glerbrotum eins og skæðadrífu inn í svefnherbergi fólks upp á fjórðu hæð eins og gerðist í Sundbyberg.

Þessar sprengjuárásir tengjast allar stríði glæpahópa í Svíþjóð sem eru að eyðileggja Svíþjóð. Ef RÚV vill kalla sænska ríkissjónvarpið samsæriskenningarsmið, þá geta þeir gert það. Bogi Ágústsson m. fl. gætu reynt að hvítþvo sig frá daglegum ótta venjulegra Svía við glæpahópana með rétttrúnaðarbrosi og hætt að nota ríkissjónvarpið sænska sem fréttaheimild.

Það skal tekið fram svo skýrt er, að það eru ekki Rússar sem sprengja í Stokkhólmi, sem mætti halda af stríðsmóðursýki sænskra yfirvalda. Þetta eru innfluttir glæpamenn sem eru að taka stjórnina af Svíum í sínu eigin landi. Eins og getur farið fyrir Íslandi með þeim uppvakningum sem veljast til óstjórnar landsins.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa