Skýr kosningasigur Pútíns

Á sunnudagskvöld var kjörstöðum lokað í Rússlandi eftir að hafa verið opnir í þrjá daga. Samkvæmt frönsku fréttastofunni AFP hefur Vladimír Pútín forseti um 88% fylgi, þegar fjórðungur atkvæða hefur verið talinn.

Samkvæmt bráðabirgðaspá fær Pútín 87,97% atkvæða og verður þar með forseti Rússlands í fimmta sinn, segir í frétt Sky News. Í forsetakosningunum 2018 fékk Pútín 77,53 prósent atkvæða. Kjörsókn er sögð um 73%. Búist er við að endanleg kosningaúrslit liggi fyrir eftir nokkra daga.

Zelenskí: „Gerir allt til að halda völdum“

Reuters greinir frá því, að Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, hafi tjáð sig um kosningarnar í Rússlandi með orðunum:

„Rússneski einræðisherrann heldur enn gervikosningar. Pútín er valdasjúkur og gerir allt til að geta stjórnað til eilífðar.“

Þessi orð koma frá manni sem hefur sjálfur aflýst almennum kosningum í Úkraínu. Zelenskí útskýrði þá ákvörðun með því, að það væri „ósanngjarnt“ að halda kosningar á meðan landið væri í stríði við Rússa. Zelenskí sagði á sunnudag að „ekkert væri löglegt í þessum gervikosningum“ í Rússlandi. Sagðist hann ætla að sjá til þess, að réttað yrði yfir Pútín í stríðsglæpadómstólnum í Haag.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa