Mikil andstaða við franken(stein)kjötið innan Evrópusambandsins

Gríðarlega fjárupphæðum er árlega fjárfest um allan heim í kjöti sem ræktað er á tilraunastofu. Að mati sumra sérfræðinga má búast við, að markaðurinn muni vaxa hratt fram til ársins 2030. ESB-elítan er áhugasöm um frankenkjötið, þrátt fyrir að mörg aðildarríki líti svo á að tilraunastofukjötið ógni tilvist bænda, landbúnaðarins og ekki síst þjóðarímyndinni.

Hættulegt landsbyggðinni

Sendinefndir frá Austurríki, Frakklandi og Ítalíu hafa sent bréf til ESB og gagnrýnt frankenkjötið sem er ræktað með því að auka vöðvafrumur í stórum stíl á rannsóknarstofum. Löndin skrifa til ESB ráðsins, að ræktað kjöt á rannsóknarstofum sé hættulegt „burðarás hins strjálbýla hagkerfis“ þ.e.a.s. bændum. Sendinefndin hefur stuðning a.m.k. tíu annarra aðildarríkja.

Í bréfinu segir einnig „að þessar aðferðir ógni grundvelli búskaparins.“ Útlit er fyrir deilur innan sambandsins, þar sem Holland hefur tekið forystuna fyrir tilraunakjötið og hefur einnig fengið rannsóknarfé frá ESB.

Langt eftir

Ulrika Andersson, ríkiseftirlitsmaður sænsku matvælastofnunarinnar, segir að margar hindranir standi í veginum áður en hægt sé að selja frankenkjöt innan ESB. Fyrst þarf matvælaöryggisstofnun ESB (Efsa) að rannsaka málið og kröfur þar eru strangar.

Hún segir að gera þurfi ítarleg öryggispróf áður en kjötið er sett á markað og skilji vel þær áhyggjur sem margir hafi af nýjum vörum af þessu tagi. Framleiðandi þarf fyrst að sækja um samþykki áður en hægt er að hefja sölu kjötsins.

Seinkun á bönnum og umsóknum

Þótt að orðrómur hafi verið uppi um, að umsóknir hafi verið í vinnslu í nokkur ár, þá hefur ekkert orðið úr þeim enn, segir hún. Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB getur því tekið nokkur ár. Hún segir að lokum að málið sé afar viðkvæmt og í sumum tilfellum gert að pólitík. Ítalía samþykkti landslög á síðasta ári sem banna ræktað kjöt sem einnig er í gangi í Ungverjalandi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa