Trump ráðleggur repúblikönum að hafna aðstoð við Úkraínu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hvatti repúblikana á mánudag til að hafna tillögu í öldungadeild Bandaríkjaþings um hertar nýjar öryggisráðstafanir á landamærum í skiptum fyrir 60 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu og önnur forgangsverkefni í þjóðaröryggismálum.

Trump skrifar í athugasemd (sjá neðar á síðunni):

„Aðeins bjáni, eða róttækur vinstri demókrati, myndi greiða þessu hræðilega landamærafrumvarpi atkvæði, sem eingöngu veitir heimild til að loka (landamærunum) eftir komu 5000 innflytjenda á dag. Við höfum nú þegar réttinn að LOKA LANDAMÆRUNUM NÚNA og það er það sem verður að gera. Þetta frumvarp er mikil gjöf til demókrata og ósk um dauða Repúblikanaflokksins. Það leysir demókrata undan (ábyrgð) á því hræðilega starfi sem þeir hafa unnið í innflytjenda- og landamæramálum og setur allt á herðar repúblikana. Ekki vera heimsk!!! Við þurfum sérstakt landamæra- og innflytjendafrumvarp. Það ætti ekki að tengjast erlendri aðstoð á nokkurn hátt, hvorki að gerð né umfangi! Demókratar hafa eyðilagt innflytjendamálin og landamærin. Þeir verða að laga þetta. GERUM BANDARÍKIN MIKIL AFTUR!!!“

118,3 milljarða dollara pakkinn inniheldur 60 milljarða dollara til Úkraínu, 14 milljarða dollara til Ísraels, 10 milljarða dollara í mannúðaraðstoð, næstum 5 milljarða dollara til bandamanna Asíu og Kyrrahafs, þar á meðal Taívan, auk 20 milljarða dollara í málaflokk landamæra.

Demókratar hafa gefið eftir ýmislegt varðandi landamærin til að fá fjárveitingu til Úkraínu og tengja þessi tvö mál saman í pólitískum tilgangi. En Trump vísar slíkri samtengingu alfarið á bug og hvetur Repúblikanaflokkinn til að hafna frumvarpinu því það sé í raun dauðaósk flokksins fyrir komandi kosningar í haust og væntanlegan sigur repúblikana yfir Joe Biden og demókrötum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa