Tilkynning: Lesendum frétta beint til FRÉTTIN.IS

Samstarf Gústafs Skúlasonar og Margrétar Friðriksdóttur hefur tekist prýðilega og mun Gústaf Skúlason skrifa fréttir á vefsíðu FRÉTTIN.IS í nánustu framtíð.

Fréttaritari sem skrifað hefur fréttir hér á gustafadolf.com síðan í október 2023, mun í nánustu framtíð skrifa fréttir fyrir vef FRÉTTIN.IS Prýðilegt samstarf hefur átt sér stað við Fréttina á þessu tímabili sem hefur eflst á jákvæðan hátt. Þar sem það er aukavinna að halda uppi tvöföldu dreifingarkerfi, þá eru lesendur vefsíðunnar gustafadolf.com beðnir um að fylgjast með fréttum sem Gústaf Adolf Skúlason skrifar á Fréttin.is þar til annað verður tilkynnt.

gustafadolf.com mun ekki loka en skrif minnka hér og verða þá frekar í formi pistla og hugleiðinga. Netútvarpið mun halda áfram bæði hér og á frettin.is en það er enn á tilraunastigi. Verið er að leggja grunn að fleiri samtölum á myndskeiðum eins og gafst vel í viðtali við ofursta Douglas Mcgregor í Bandaríkjunum sem vakið hefur verðskulduga athygli.

Virðingarfyllst,

Gústaf Adolf Skúlason

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa