Hér sprengir flokksbróðir Zelenskís sveitarstjórnarfundinn

Sergej Batrin, 54 ára (til hægri við Zelenskí) heldur á handsprengjum í höndunum augnabliki áður en hann sleppir þeim á gólfiið (skjáskot úr myndbandi).

Fundi bæjarstjórnar í litlu samfélagi í vesturhluta Úkraínu lauk skyndilega á föstudag. Einn stjórnmálamannanna kom inn með þrjár handsprengjur og sprengdi þær, að því er margir úkraínskir ​​fjölmiðlar greina frá.

Verið var að ræða um gjöld og bónusa stjórnmálamanna rétt fyrir hádegið sem upp úr sauð – í alvöru – í Karetskiv. Einn meðlimanna tók skyndilega upp þrjár handsprengjur og kastaði þeim á gólfið í herberginu.

Atburðurinn náðist á mynd, þegar fundinum í litla samfélaginu, sem staðsett er lengst til vesturs, var streymt beint á netinu. Það var kona sem fylgdist með umræðunni að heiman sem gerði lögreglu og neyðarþjónustu viðvart (sjá myndskeið hér að neðan):

Flokkur Zelensky

Ukrainska pravda, úkraínskt dagblað með aðsetur í Kænugarði, nafngreinir stjórnmálamanninn sem gerði árásina: Sergej Batrin, 54 ára. Hann tilheyrir „Þjónum fólksins“ sem er flokkur Volodymyr Zelenskís forseta.

Ringulreið braust út þegar handsprengjurnar sprungu. Batrin sjálfur er sagður hafa drepist í árásinni. 26 til viðbótar slösuðust, þar af sex alvarlega. Óljóst er hvers vegna Sergej Batrin sprengdi bæjarstjórnina í loft upp en fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var til umræðu. Talið er að hinn 54 ára gamli sveitarstjórnarmaður hafi verið ósáttur við greiðslur og bónusa til sveitarstjórnarmanna. Úkraínu er nær alfarið haldið efnahagslega á floti með stórfelldri aðstoð frá ESB og Bandaríkjunum.

Rannsakað sem hryðjuverk

Lögreglan á staðnum skrifar á Facebook, að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverk auk ólöglegrar vörslu vopna, skotfæra og sprengiefna. Öryggisþjónusta Úkraínu rannsakar málið.

Annar úkraínskur fréttamiðill skrifar, að Batin hafi lýst yfir óánægju með bæjarstjórnina í langan tíma. Aðdragandinn er sagður hafa verið ákvörðun um að hækka þóknun borgarstjóra um 50% og tvöfalda mánaðarlega bónusinn.

Hinn 54 ára gamli stjórnmálamorðingi er sagður hafa mótmælt því, að borgarstjórinn eigi ekki skilið svo mikla launahækkun – sérstaklega í stríðsástandi. Þegar ekki var hlustað á mótmæli hans fór hann og sótti handsprengjur í staðinn.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa