Öngþveiti innan ESB þegar Ungverjaland stöðvaði fjárhagsaðstoð ESB til Úkraínu

Ungverjaland hefur beitt neitunarvaldi gegn áætlun ESB um stuðningspakka upp á jafnvirði 7.555 milljarða íslenskra króna til Úkraínu (50 milljarða evra). Nú er krafist nýs leiðtogafundar í ársbyrjun 2024 – og reiðin í garð Viktors Orbáns forsætisráðherra Ungverjalands er mikil.

Deiluefnið á leiðtogafundi ESB í Brussel á fimmtudaginn var framlenging langtímafjárveitingar til fjárhagslegs stuðnings Úkraínu fram til ársins 2027. Tillagan felur í sér 50 milljarða pakka: 17 milljarða evra í beinan styrk og 33 milljarða evra í formi lána til Kænugarðs.

Ungverjaland á að fá það sem því ber sem aðildarríki ESB

Skilaboðin aðfaranótt föstudags voru hins vegar þau, að ekki næðist samkomulag þar sem Ungverjar beittu neitunarvaldi gegn tillögunni. Verður að halda nýjan leiðtogafund snemma árs 2024 til að reyna að leysa vandann.

Viktor Orbán getur hugsað sér að greiða atkvæði með tillögunni, ef Ungverjaland fær þá milljarða sem landinu ber að fá í ESB-aðstoð sem Brussel neitar að borga Ungverjalandi með vísan til „meginreglna réttarríkisins.“ Að sögn AFP sagði Orbán í ungverska útvarpinu á föstudag:

„Þetta er ágætis tækifæri fyrir Ungverjaland að gera það ljóst, að landið á að fá það sem því ber. Ekki bara helming eða fjórðung heldur allt. Við viljum fá réttláta meðferð og núna eru góðar líkur á að við getum fengið það.“

Reynt að ná samkomulagi í byrjun næsta árs

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, tjáði sig um neitunarvald Ungverjalands á blaðamannafundi samkvæmt Dagens Nyheter:

„Markmiðið er, að allir geti staðið að baki samkomulags, þegar við hittumst í byrjun næsta árs. Ef það reynist ómögulegt, þá hafa 26 lönd lýst yfir sameiginlegum vilja sínum að veita Úkraínu stuðning til lengri tíma.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa