Hertz snýr aftur til bensínbíla – losar sig við 20 þúsund notaða rafbíla

Hertz Global Holdings Inc., sem var eitt sinn í fararbroddi rafbílavæðingar bílaflotans, hefur tilkynnt áform um að losa sig við um það bil þriðjung af öllum rafknúnum ökutækjum í Bandaríkjunum. Ástæðan er sögð dræm eftirspurn og íþyngjandi viðhaldskostnaður að sögn Bloomberg.

Breytingin er algjör umsnúningur frá metnaðarfullri grænni stefnu fyrirtækisins sem hófst fyrir örfáum árum.

Græna stefnan yfirgefin

Hertz lýsir fjálglega grænu stefnunni á heimasíðu sinni:

„Sem hluta af hollustu okkar við persónulega þjónustu og óaðfinnanleg ferðalög, bjóðum við rafmagns bílaleigubíla í Norður-Ameríku. Úrval okkar af vönduðum rafknúnum bílaleigubílum – farartæki morgundagsins – gerir þér kleift að velja grænni leið til að ferðast með bílum af gerðinni Polestar, Tesla og m.fl.“

„Víðtækt úrval okkar af rafknúnum ökutækjum gerir þér kleift að velja grænni ferðamáta. Nýstárlegir rafbílavalkostir okkar státa af miklu afli og háþróuðum eiginleikum sem gera ferðalög þægileg og hentug. Rafbílar án útblásturs gera loftið í bæjum okkar og borgum hreinna.“

245 milljón dala afskriftir

Hertz hóf sölu á 20.000 rafbílum í síðasta mánuði sem verður haldið áfram út allt árið 2024. Þessi sala var birt í nýlegri fjármálaskrá, þar sem fyrirtækið reiknar með 245 milljón dala kostnaði fyrir fjórða ársfjórðung vegna aukinna afskrifta.

Árið 2021 var Hertz í fréttum vegna pöntunar á 100.000 bílum frá Tesla Inc., sem sýndi sterkt traust fyrirtækisins þá á vaxandi rafbílamarkaði. Raunveruleikinn hefur hins vegar ekki samsvarað bjartsýninni. Hátt verð og háir vextir hamla sölu á rafbílum, sem jókst aðeins um 1,3% á síðasta ársfjórðungi 2023. Stephen Scherr, forstjóri Hertz, sagði:

„Hækkun kostnaður í tengslum við rafbíla var viðvarandi. Viðleitni til að glíma við það reyndist meira krefjandi en búist var við.“

Rafbílasamningar í hættu

Í kjölfar tilkynningarinnar féll gengi Hertz á hlutabréfamarkaðinn um 4,3% í 8,95 dali í New York, sem endurspeglar áframhaldandi lækkun eftir 32% lækkun árið áður, samkvæmt Bloomberg.

Stefnubreyting fyrirtækisins felur í sér varkárari nálgun við að afla rafbíla. Núverandi samningar Hertz um kaup á 175.000 rafbílum frá General Motors Co. og 65.000 frá Polestar á næstu árum eru núna í hættu. Tekjur af rafbílasölunni verða nýttar til að kaupa bensínbíla í þeirri viðleitni að ná „betra jafnvægi milli framboðs og væntanlegrar eftirspurnar.“

Sjá nánar hér.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa