Stærsta ógn heimsins að sögn WEF: „Villandi upplýsingar“

Rangar upplýsingar og „ofsaveður“ eru stærstu alþjóða hætturnar á næstu árum ef marka má glóbalistahópinn World Economic Forum, WEF.

Hver er stærsta ógnin í heiminum í dag? Til skamms tíma, næstu tvö árin, er um að ræða „rangar upplýsingar og villandi upplýsingar.“ Þetta segja glóbalistasamtökin World Economic Forum í nýjustu alþjóða áhættuskýrslunni „Global Risk Report“ sjá pdf. að neðan.

Kosningar verða í mörgum löndum heims í ár. Fullyrt er að dreifing ákveðinna upplýsinga gæti til dæmis valdið „ofbeldisfullum mótmælum“ og „hatursglæpum.“

„Alvarlegasta alheimsáhættan sem búist er við á næstu tveimur árum er, að erlendir og innlendir aðilar muni notfæra sér rangar upplýsingar og villandi upplýsingar til að auka enn frekar á samfélagslegan og pólitískan klofning.“

Upplýsingarnar geta „grafið undan lögmæti nýkjörinna ríkisstjórna,“ skrifar WEF enn fremur. Samtímis geta „skynjanir á veruleikanum valdið meiri sundrung og síast inn í opinbera umræðu um málefni allt frá lýðheilsu til félagslegs réttlætis.“ Afleiðingarnar gætu orðið aukin ritskoðun og minna frjálst Internet.

Næsta stærsta ógn jarðarbúa næstu tvö árin er „ofsafengið veður.“ Þar segir:

„Ofsaveður getur tæmt tiltækt fjármagn í skyni að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum.“

Milljarðamæringurinn Elon Musk er ósammála glóbalistunum. Hann skrifar á X sbr. að neðan:

„Með röngum upplýsingum meinar WEF allt sem gengur gegn dagskrá þeirra.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa