Hneykslið: Kvennafótboltalið Arsenals of „hvítt“

Kvennalið Arsenal 2023-2024

Hneyksli skekur breska fótboltaheiminn eftir að kvennalið Arsenal birti mynd af sér með einungis hvítum leikmönnum. Liðið viðurkennir, að það eigi við fjölmenningarvanda að stríða.

Árleg liðsmynd kvennaliðsins var birt fyrr í þessum mánuði og leiddi til fordæmingar þar sem enginn leikmannanna er svartur eða tilheyrir minnihlutahópi. Arsenal segir í yfirlýsingu:

„Við gerum okkur grein fyrir því að núverandi kvennalið okkar endurspeglar ekki fjölmenningu klúbbsins né samfélagið sem við erum fulltrúar fyrir.“

Sagt er að það sé forgangsverkefni liðsins að auka þátttöku ungra kvenna og stúlkna af ólíkum uppruna. Arsenal er stolt af því að hafa leikmenn af ólíkum uppruna sem hafa lagt sitt af mörkum til „sögu, velgengni og menningar félagsins.“ Segir í yfirlýsingunni:

„Það er forgangsverkefni klúbbsins að halda áfram að knýja aukna fjölmenningu og þátttöku og skapa tilfinningu um samkennd hjá öllum þeim sem tengjast klúbbnum.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa